Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa fargað hundruðum tonna af innfluttum matvælum. Frosinn makríll gæti endað undir beltum jarðýtunnar. Nordicphotos/AFP „Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira