Vill raflínu um Sprengisand Sveinn Arnarsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Samkvæmt Landsneti fer best á því að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðamanna á ósnortnu víðerni hálendisins. vísir/gva Landsnet kynnti á föstudaginn var kerfisáætlun sína til næstu tíu ára. Leggur stofnunin til að lögð verði 220kV háspennulína þvert yfir hálendið og byggðalínan á Norður- og Austurlandi styrkt til þess að tryggja flutning á orku alls staðar á landinu. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur þessa umsvifamiklu vinnu hafa skilað sér í góðum tillögum. Í kerfisáætluninni skoðaði Landsnet tvær mismunandi leiðir á níu ólíka vegu. Annars vegar að styrkja byggðalínuna hringinn í kringum landið og hins vegar að leggja nýja háspennulínu yfir Sprengisand. Allar þær tillögur sem Landsnet kannaði höfðu neikvæð áhrif á umhverfislæga þætti, þó misjafnlega eftir leiðum. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allir níu kostirnir sem voru til skoðunar koma til með að valda neikvæðum eða verulegum neikvæðum áhrifum á land, landslag og ásýnd og/eða lífríki. Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu,“ segir í skýrslu Landsnets.Sverrir Jan NorðfjörðSú uppbygging sem kom best út að mati Landsnets gerir ráð fyrir að hægt verði að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðalanga á ósnortnu víðerni hálendisins. „Byggt á faglegum viðmiðum, með tilliti til tæknilegra, umhverfislegra og hagrænna sjónarmiða þá telur Landsnet að leið frá Suðurlandi til Norðurlands um Sprengisand komi best út. Til þess að draga úr sýnileika línunnar á miðhálendinu, þá er mögulegt að leggja jarðstreng á allt að 50 km kafla. Miðað við aðra valkosti kann þessi leið að vera hagkvæmari en byggðaleiðin og leiða til víðtækari sáttar um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins,“ segir Guðmundur Ingi. Sverrir Jan Norðfjörð, deildarstjóri kerfisþróunar Landsnets, kynnti niðurstöður Landsnets á fundinum síðastliðinn föstudag. Sagði hann núverandi ástand í flutningi raforku milli landshluta óviðunandi. Ekki væri með góðu móti hægt að flytja raforku þar sem byggðalínan, sem liggur hringinn í kringum landið, er fulllestuð, að hans sögn. Líkti hann núverandi stöðu við rútu á vegi og að öll sæti væru nú þegar upptekin. Ef einhver þyrfti á raforku að halda til uppbyggingar atvinnu í landsbyggðunum væri undir hælinn lagt hvort hægt væri að flytja raforku á svæðið. Sverrir benti á að í rauninni væri flutningur á raforku líkur flutningum á mannfólki. Núverandi byggðalína væri eins og fyrstu þjóðvegir landsins. Munurinn væri hins vegar sá að mikið hefur áunnist í uppbyggingu vegakerfisins en byggðalínan væri barn síns tíma. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Landsnet kynnti á föstudaginn var kerfisáætlun sína til næstu tíu ára. Leggur stofnunin til að lögð verði 220kV háspennulína þvert yfir hálendið og byggðalínan á Norður- og Austurlandi styrkt til þess að tryggja flutning á orku alls staðar á landinu. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur þessa umsvifamiklu vinnu hafa skilað sér í góðum tillögum. Í kerfisáætluninni skoðaði Landsnet tvær mismunandi leiðir á níu ólíka vegu. Annars vegar að styrkja byggðalínuna hringinn í kringum landið og hins vegar að leggja nýja háspennulínu yfir Sprengisand. Allar þær tillögur sem Landsnet kannaði höfðu neikvæð áhrif á umhverfislæga þætti, þó misjafnlega eftir leiðum. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allir níu kostirnir sem voru til skoðunar koma til með að valda neikvæðum eða verulegum neikvæðum áhrifum á land, landslag og ásýnd og/eða lífríki. Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu,“ segir í skýrslu Landsnets.Sverrir Jan NorðfjörðSú uppbygging sem kom best út að mati Landsnets gerir ráð fyrir að hægt verði að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðalanga á ósnortnu víðerni hálendisins. „Byggt á faglegum viðmiðum, með tilliti til tæknilegra, umhverfislegra og hagrænna sjónarmiða þá telur Landsnet að leið frá Suðurlandi til Norðurlands um Sprengisand komi best út. Til þess að draga úr sýnileika línunnar á miðhálendinu, þá er mögulegt að leggja jarðstreng á allt að 50 km kafla. Miðað við aðra valkosti kann þessi leið að vera hagkvæmari en byggðaleiðin og leiða til víðtækari sáttar um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins,“ segir Guðmundur Ingi. Sverrir Jan Norðfjörð, deildarstjóri kerfisþróunar Landsnets, kynnti niðurstöður Landsnets á fundinum síðastliðinn föstudag. Sagði hann núverandi ástand í flutningi raforku milli landshluta óviðunandi. Ekki væri með góðu móti hægt að flytja raforku þar sem byggðalínan, sem liggur hringinn í kringum landið, er fulllestuð, að hans sögn. Líkti hann núverandi stöðu við rútu á vegi og að öll sæti væru nú þegar upptekin. Ef einhver þyrfti á raforku að halda til uppbyggingar atvinnu í landsbyggðunum væri undir hælinn lagt hvort hægt væri að flytja raforku á svæðið. Sverrir benti á að í rauninni væri flutningur á raforku líkur flutningum á mannfólki. Núverandi byggðalína væri eins og fyrstu þjóðvegir landsins. Munurinn væri hins vegar sá að mikið hefur áunnist í uppbyggingu vegakerfisins en byggðalínan væri barn síns tíma.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira