„Þetta er mjög „overwhelming“. Ég var bara að koma af frumsýningunni. Myndin fékk mjög góðar viðtökur – það var staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri stórmyndarinnar Everest, í samtali við Vísi.
Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld, en í aðalhlutverkum myndarinnar eru þau Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, Keira Knightly og Robin Wright.
Baltasar segir fólk sem sæki hátíðina í Feneyjunum vera mjög hart og að það gerist ekki alltaf að staðið sé upp á frumsýningum líkt og gert var á Everest fyrr í kvöld. „Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólkinu svona strax eftir frumsýningu.“
Baltasar segir að dagurinn hafi verið mjög annasamur með blaðamannafundum, frumsýningma og nú taki við matarveisla. „En þetta eru búnir að vera mjög skemmtilegir dagar og dagskráin er einnig þétt næstu dagana.“
Baltasar eftir frumsýningu Everest: „Staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn“

Tengdar fréttir

Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“
Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest.

Balti og Lilja glæsileg á rauða dreglinum
Baltasar og kona hans, Lilja, tóku sig vel út á rauða dreglinum fyrir frumsýningu á nýjustu mynd leikstjórans, Everest.

Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum
Leikstjórinn klæddist íslenskri hönnun á frumsýningu Everest.

Balti og stjörnurnar á rauða dreglinum | Everest frumsýnd í Feneyjum
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í dag en hann ásamt leikarahópnum eru mætt á rauða dregilinn í Feneyjum.