Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. september 2015 20:45 Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi, Lovísa Árnadóttir, Gústav Adolf Hermannsson og þrjú börn þeirra, þar af tvíburar sem eru nokkura mánaða gamlir, vilja opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. „Ég sá svona fyrir mér, þetta er ekki stórt herbergi en myndi henta vel pari eða einstaklingi með barn,“ segir Lovísa Árnadóttir en henni var illt í hjartanu eftir að hafa séð ljótar fréttamyndir af hlutskipti flóttamanna. Þegar Facebook-síðan Kæra Eygló- Sýrland kallar fór af stað, ræddi hún við mann sinn um herbergi í íbúðinni sem í dag er nýtt sem geymsla. Hún segir að þau eigi einnig föt og leikföng sem barnafólk gæti notað. Og þetta var engin skyndihugdetta, Lovísa og Gústaf ræddu málið lengi áður en ákvörðun lá fyrir og þeim er fyllilega alvara. Þau fullyrða að þau muni standa við stóru orðin. Þau eru í hópi fjölmargra Íslendinga sem stíga fram og bjóðast persónulega til að aðstoða í kjölfar skelfilegra frétta, af örlögum fólks, sem flýr stríð og eymd til að bjarga sjálfu sér og börnunum sínum, stundum til þess eins að koma að lokuðum dyrum, landamærum veraldar sem vill ekki eða treystir sér ekki til að hjálpa. Stöð 2 fór í heimsókn og talaði við þau á heimili þeirra. Sjá má innslagið í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. 1. september 2015 20:36 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef 5,5 milljónir barna hafa flúið stríðsátökin í Sýrlandi. 2. september 2015 17:49 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi, Lovísa Árnadóttir, Gústav Adolf Hermannsson og þrjú börn þeirra, þar af tvíburar sem eru nokkura mánaða gamlir, vilja opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. „Ég sá svona fyrir mér, þetta er ekki stórt herbergi en myndi henta vel pari eða einstaklingi með barn,“ segir Lovísa Árnadóttir en henni var illt í hjartanu eftir að hafa séð ljótar fréttamyndir af hlutskipti flóttamanna. Þegar Facebook-síðan Kæra Eygló- Sýrland kallar fór af stað, ræddi hún við mann sinn um herbergi í íbúðinni sem í dag er nýtt sem geymsla. Hún segir að þau eigi einnig föt og leikföng sem barnafólk gæti notað. Og þetta var engin skyndihugdetta, Lovísa og Gústaf ræddu málið lengi áður en ákvörðun lá fyrir og þeim er fyllilega alvara. Þau fullyrða að þau muni standa við stóru orðin. Þau eru í hópi fjölmargra Íslendinga sem stíga fram og bjóðast persónulega til að aðstoða í kjölfar skelfilegra frétta, af örlögum fólks, sem flýr stríð og eymd til að bjarga sjálfu sér og börnunum sínum, stundum til þess eins að koma að lokuðum dyrum, landamærum veraldar sem vill ekki eða treystir sér ekki til að hjálpa. Stöð 2 fór í heimsókn og talaði við þau á heimili þeirra. Sjá má innslagið í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. 1. september 2015 20:36 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef 5,5 milljónir barna hafa flúið stríðsátökin í Sýrlandi. 2. september 2015 17:49 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. 1. september 2015 20:36
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00
Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef 5,5 milljónir barna hafa flúið stríðsátökin í Sýrlandi. 2. september 2015 17:49