Hrafn: Strákarnir prófi allavega mína eggjaköku Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 21:53 Hrafn Kristjánsson á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton brink Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira