Hugtakið „besti vinur mannsins“ sannar sig í sambandi Ísabellu og Loka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2015 16:00 Loki passar hana Ísabellu sína uppi í sófa. Það er óhætt að segja að samband hinnar sex ára gömlu Ísabellu Eirar Ragnarsdóttur og labradorhundsins Loka sé einstakt. Ferfætlingurinn virðist ná til stúlkunnar eins og fæstum öðrum tekst, hvort sem er á góðum stundum eða slæmum.Ísabella er ein þriggja á Íslandi sem glímir við Smith-Magenis heilkenni (SMS). Um er að ræða þungt og fjölþætt heilkenni. Helstu einkeni eru miklar svefntruflanir, skertur vitsmuna- og tilfinningaþroski, seinkaður málþroski, gífurleg hegðunarvandamál og sjálfskaði. Sigrún Guðlaugardóttir hefur verið stuðningsforeldri Ísabellu frá þriggja ára aldri. Sem stuðningsforeldri tekur hún Ísabellu reglulega að sér og gefur þannig fjölskyldu hennar, illa sofinni oft á tíðum, tækifæri til að hvíla sig. Eðli málsins samkvæmt var fjölskyldan að takast á við áður óþekktan heim. „Allar götur síðan hef ég orðið vitni að ótrúlegum atvikum og augnablikum sem hafa skilið mig eftir agndofa. Að horfa á hundana mína sem eru óþjálfaðir og skemmtilega óþekkir labradorar, ganga inn í hlutverk hjálparhunda,“ segir Sigrún í einlægum pistli á vefsíðunni Hundalífspóstur.is.Sigrún, Ísabella og Loki.Hundarnir nálgast Ísabellu af sjálfsdáðumFremstur í flokki er hinn fimm ára gamli og guli labradorhundur Loki. Sigrún segir hann hafa verið fyrirmynd fyrir hina hundana enda var hann eini hundur Sigrúnar þegar hún tók að sér hlutverk stuðningsforeldris. Sigrún segist í samtali við Vísi rækta hunda ásamt móður sinni hjá Leynigarðs Labradors en Loki er íslenskur sýningameistari. Sigrún segir Ísabellu mjög hvatvísa, með hamlandi ADHD og eigi erfitt með að finna í sér ró. Hún krefji fólk um mikla athygli og þurfi stöðugt eftirlit. Loki og hinir hundarnir sæki í næveru Ísabellu og sú nærvera fær hana til að gefa sér meiri tíma að sögn Sigrúnar.„Ég hef aldei gefið skipanir eða ætlað hundunum að vera nærri Ísabellu, það gera þeir af sjálfdáðum.“Samband þeirra Ísabellu og Loka er afar náið.Stökk upp í sófa og lagðist ofan á ÍsabelluÞrátt fyrir að taka lyf þá er svefn mikið vandamál hjá hinni sex ára gömlu Ísabellu. Hún vaknar reglulega á nóttunni, vaknar sömuleiðis snemma og er þreytt yfir daginn. Sigrún segir að eftir að Ísabella fór að dvelja hjá sér virtust þessi vandamál minnka.„Í raun svaf hún svo vel að mamma hennar spurði mig einu sinni í gríni hvort ég væri ekki bara að skrökva með nætursvefninn og daglúrana. Ég á engin vísindaleg gögn til að útskýra þetta bara sterka sannfæringu mína fyrir því að róin sem hundarnir færa henni sé ástæðan.“Sigrún lýsir því þannig að Loki gangi óumbeðinn inn í aðstæður sem manneskja gæti ekki gert án þess að ástandið myndi stigmagnast. Lýsir Sigrún einu kvöldi þar sem Ísabella var orðin svo þreytt en þrátt fyrir að vera búin að fá svefnlyf virtist upptrekktur líkaminn ekki ætla að leyfa henni að fara að sofa. „Hún klifraði og veltist um á sófanum en þar var hún vön að sofna. Loki sem hafði legið á gólfinu stóð allt í einu á fætur, stökk upp í sófa og lagðist ofan á barnið, þó án þess að valda henni óþægindum. Innan tveggja mínútna var barnið sofnað, það þurfti bara að stöðva skrokkinn svo svefninn kæmist að.“ Að sögn Sigrúnar hefði niðurstaðan líklega orðið skapofsakast hefði Sigrún sjálf reynt að leika þetta eftir. Ísabella hafi hins vegar enga tilraun gert til að mótmæla hegðun hundsins.Ísabella kann vel við sig innan um labradorana.Hundarnir skynja hversu stór köstin eruÍsabella glímir einnig við það vandamál að ekki er auðvelt fyrir hana að eignast vini á eigin aldri. Hana skortir hæfni til að leika með öðrum og setur nánast allt upp í sig og nagar það. Í þeim tilfellum þar sem hún leikur sér með öðrum börnum einkennast samskiptin af „Ekki, Ísabella“ og „Nei, Ísabella“. Sigrún segir hundana hins vegar sýna Ísabellu óskilyrta ást og hlýju á jafningjagrundvelli. „Englar fljúga ekki, þeir ganga,“ segir Sigrún. Hundarnir skynja hversu stór skapofsaköst Ísabellu eru hverju sinni. Þeir koma til hjálpar í mildari köstum en draga sig í hlé í stærri köstum. Í fyrra tilfellinu er Ísabella oft byrjuð að hlæja eftir augnablik. „Hundarnir hafa afstýrt ótal köstum á mínu heimili.“Sigrún segir sumum hundum einfaldlega í blóð borið að vera hjálparhundar.Óþjálfaðir hundar geta líka verið hjálparhundarSvo er það í margmenni þar sem Ísabella á jafnan erfitt uppdráttar. Þær aðstæður eru sérstalega erfiðar en þó eru dæmi þar sem samvinna þeirra Loka hefur gert hana svo stolta að orð fá vart lýst. Þannig hafa Ísabella og Loki tvisvar sinum tekið þátt í barnaflokki ungra hundasýnenda án vandræða. Þar hefur Ísabella hlaupið um með vin sinn og líkt og þau hafa ekkert annað gert í lífinu. „Loki stóð eins og stytta á meðan Ísabella sýndi dómaranum tennur, eyru, nef og augu (þótt þess hafi ekki verið óskað frá henni.) Á milli hlaupa biðu þau saman en að bíða er ekki sterkasta hlið Ísabellu. Stoltið sem ég fann fyrir er ólýsanlegt, að fá að sjá barnið ,,mitt“ standa jafnfætis við önnur börn og hundinn minn gera það að veruleika.“ Sigrún segir að Loki hafi sannað fyrir sér að skilgreiningin á hjálparhundum takmarkist alls ekki við þá hunda sem farið hafi í gegnum langa og stranga þjálfun. Það sé sumum hundum einfaldlega í blóð borið. „Glaumur (2 ára) lærði af Loka og þeir hafa í sameiningu auðgað líf Ísabellu með vináttu sinni og skilningi. Nýlega fjölgaði á heimilinu þegar Frami (4 mánaða) kom til okkar og hef ég fulla trú á að þeir eldri verði honum lærifeður og fyrirmyndir.“ Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Það er óhætt að segja að samband hinnar sex ára gömlu Ísabellu Eirar Ragnarsdóttur og labradorhundsins Loka sé einstakt. Ferfætlingurinn virðist ná til stúlkunnar eins og fæstum öðrum tekst, hvort sem er á góðum stundum eða slæmum.Ísabella er ein þriggja á Íslandi sem glímir við Smith-Magenis heilkenni (SMS). Um er að ræða þungt og fjölþætt heilkenni. Helstu einkeni eru miklar svefntruflanir, skertur vitsmuna- og tilfinningaþroski, seinkaður málþroski, gífurleg hegðunarvandamál og sjálfskaði. Sigrún Guðlaugardóttir hefur verið stuðningsforeldri Ísabellu frá þriggja ára aldri. Sem stuðningsforeldri tekur hún Ísabellu reglulega að sér og gefur þannig fjölskyldu hennar, illa sofinni oft á tíðum, tækifæri til að hvíla sig. Eðli málsins samkvæmt var fjölskyldan að takast á við áður óþekktan heim. „Allar götur síðan hef ég orðið vitni að ótrúlegum atvikum og augnablikum sem hafa skilið mig eftir agndofa. Að horfa á hundana mína sem eru óþjálfaðir og skemmtilega óþekkir labradorar, ganga inn í hlutverk hjálparhunda,“ segir Sigrún í einlægum pistli á vefsíðunni Hundalífspóstur.is.Sigrún, Ísabella og Loki.Hundarnir nálgast Ísabellu af sjálfsdáðumFremstur í flokki er hinn fimm ára gamli og guli labradorhundur Loki. Sigrún segir hann hafa verið fyrirmynd fyrir hina hundana enda var hann eini hundur Sigrúnar þegar hún tók að sér hlutverk stuðningsforeldris. Sigrún segist í samtali við Vísi rækta hunda ásamt móður sinni hjá Leynigarðs Labradors en Loki er íslenskur sýningameistari. Sigrún segir Ísabellu mjög hvatvísa, með hamlandi ADHD og eigi erfitt með að finna í sér ró. Hún krefji fólk um mikla athygli og þurfi stöðugt eftirlit. Loki og hinir hundarnir sæki í næveru Ísabellu og sú nærvera fær hana til að gefa sér meiri tíma að sögn Sigrúnar.„Ég hef aldei gefið skipanir eða ætlað hundunum að vera nærri Ísabellu, það gera þeir af sjálfdáðum.“Samband þeirra Ísabellu og Loka er afar náið.Stökk upp í sófa og lagðist ofan á ÍsabelluÞrátt fyrir að taka lyf þá er svefn mikið vandamál hjá hinni sex ára gömlu Ísabellu. Hún vaknar reglulega á nóttunni, vaknar sömuleiðis snemma og er þreytt yfir daginn. Sigrún segir að eftir að Ísabella fór að dvelja hjá sér virtust þessi vandamál minnka.„Í raun svaf hún svo vel að mamma hennar spurði mig einu sinni í gríni hvort ég væri ekki bara að skrökva með nætursvefninn og daglúrana. Ég á engin vísindaleg gögn til að útskýra þetta bara sterka sannfæringu mína fyrir því að róin sem hundarnir færa henni sé ástæðan.“Sigrún lýsir því þannig að Loki gangi óumbeðinn inn í aðstæður sem manneskja gæti ekki gert án þess að ástandið myndi stigmagnast. Lýsir Sigrún einu kvöldi þar sem Ísabella var orðin svo þreytt en þrátt fyrir að vera búin að fá svefnlyf virtist upptrekktur líkaminn ekki ætla að leyfa henni að fara að sofa. „Hún klifraði og veltist um á sófanum en þar var hún vön að sofna. Loki sem hafði legið á gólfinu stóð allt í einu á fætur, stökk upp í sófa og lagðist ofan á barnið, þó án þess að valda henni óþægindum. Innan tveggja mínútna var barnið sofnað, það þurfti bara að stöðva skrokkinn svo svefninn kæmist að.“ Að sögn Sigrúnar hefði niðurstaðan líklega orðið skapofsakast hefði Sigrún sjálf reynt að leika þetta eftir. Ísabella hafi hins vegar enga tilraun gert til að mótmæla hegðun hundsins.Ísabella kann vel við sig innan um labradorana.Hundarnir skynja hversu stór köstin eruÍsabella glímir einnig við það vandamál að ekki er auðvelt fyrir hana að eignast vini á eigin aldri. Hana skortir hæfni til að leika með öðrum og setur nánast allt upp í sig og nagar það. Í þeim tilfellum þar sem hún leikur sér með öðrum börnum einkennast samskiptin af „Ekki, Ísabella“ og „Nei, Ísabella“. Sigrún segir hundana hins vegar sýna Ísabellu óskilyrta ást og hlýju á jafningjagrundvelli. „Englar fljúga ekki, þeir ganga,“ segir Sigrún. Hundarnir skynja hversu stór skapofsaköst Ísabellu eru hverju sinni. Þeir koma til hjálpar í mildari köstum en draga sig í hlé í stærri köstum. Í fyrra tilfellinu er Ísabella oft byrjuð að hlæja eftir augnablik. „Hundarnir hafa afstýrt ótal köstum á mínu heimili.“Sigrún segir sumum hundum einfaldlega í blóð borið að vera hjálparhundar.Óþjálfaðir hundar geta líka verið hjálparhundarSvo er það í margmenni þar sem Ísabella á jafnan erfitt uppdráttar. Þær aðstæður eru sérstalega erfiðar en þó eru dæmi þar sem samvinna þeirra Loka hefur gert hana svo stolta að orð fá vart lýst. Þannig hafa Ísabella og Loki tvisvar sinum tekið þátt í barnaflokki ungra hundasýnenda án vandræða. Þar hefur Ísabella hlaupið um með vin sinn og líkt og þau hafa ekkert annað gert í lífinu. „Loki stóð eins og stytta á meðan Ísabella sýndi dómaranum tennur, eyru, nef og augu (þótt þess hafi ekki verið óskað frá henni.) Á milli hlaupa biðu þau saman en að bíða er ekki sterkasta hlið Ísabellu. Stoltið sem ég fann fyrir er ólýsanlegt, að fá að sjá barnið ,,mitt“ standa jafnfætis við önnur börn og hundinn minn gera það að veruleika.“ Sigrún segir að Loki hafi sannað fyrir sér að skilgreiningin á hjálparhundum takmarkist alls ekki við þá hunda sem farið hafi í gegnum langa og stranga þjálfun. Það sé sumum hundum einfaldlega í blóð borið. „Glaumur (2 ára) lærði af Loka og þeir hafa í sameiningu auðgað líf Ísabellu með vináttu sinni og skilningi. Nýlega fjölgaði á heimilinu þegar Frami (4 mánaða) kom til okkar og hef ég fulla trú á að þeir eldri verði honum lærifeður og fyrirmyndir.“
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira