Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent vegna gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. september 2015 21:07 Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira