Handbolti

Pálmar: Vörnin eins og poki fullur af rassgötum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pálmar Pétursson, markvörður Aftureldingar.
Pálmar Pétursson, markvörður Aftureldingar. Vísir/Stefán
Pálmar Pétursson átti góða innkomu í mark Aftureldingar gegn ÍR í seinni hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum framan af seinni hálfleik auk þess sem hann varði mikilvæg skot seint í leiknum.

Svo fór að Afturelding vann leikinn með einu marki, 29-28.

„Dabba (Davíð Svanssyni) var vorkunn að standa í markinu í fyrri hálfleik. Vörnin var eins og poki fullur af rassgötum. Mér fannst vörnin léleg í 55 mínútur,“ sagði Pálmar.

„Það er ekki fyrr en í lokin að vörnin fer í gang. Ég byrjaði ágætlega en datt svo niður. Þetta voru gæði umfram magn fannst mér hjá mér í seinni hálfleik.“

Pálmar réði úrslitum í leiknum með því að verja dauðafæri þegar 10 sekúndur voru eftir en Afturelding hélt boltanum það sem eftir lifði leiks.

„Sigurinn var ekki fallegur en mér er nokk sama um það. Ég vil bara tvö stig og er nokkuð sama hvernig það er gert.

„Okkar einkenni er barátta, leikgleði og hnefinn í borðið. Menn detta út og menn koma inn en þú breytir þessu ekki. Það er sama hver er í liðinu. Við erum ein heild og tæklum þetta þannig,“ sagði Pálmar en Afturelding saknaði fjögurra lykilmanna í leiknum sem kom niður á leik liðsins fyrir utan loka mínúturnar sem réðu úrslitum.

Nánari umfjöllun og fleiri viðtöl má finna í greininni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×