Erlent

Sjúkrahús í Sýrlandi skotmörk loftárása

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín vegna loftárása undanfarinna vikna í Sýrlandi.
Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín vegna loftárása undanfarinna vikna í Sýrlandi. Vísir/Getty
Tólf sjúkrahús hafa orðið fyrir loftárasum í n-Sýrlandi á undanförnum vikum. Læknar án landamæra segja að minnst 35 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn hafi látið lífið í þessum árásum.

Læknar án landamæra gefa ekkert upp um hver eigi sök á loftárásunum en þungar loftárásir af hálfu rússsneskra og sýrlenskra herflugvéla hafa verið gerðar í vestur- og norðvestur Sýrlandi. 72 hafa særst í loftárásum á sjúkrahús í Aleppo, Idlib og Hama-héruðum og þar hafa sex sjúkrahús þurft að hætta starfsemi.

Frá því að Rússar skárust í leikinn í Sýrlandi hefur færst aukinn kraftur í hernaðaraðgerðir af hálfu liðsafla Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Vegna þess hefur fjöldi sýrlendinga sem flýja heimili sín aukist á nýjan leik en um 110.000 manns hafast við í flóttamannabúðum í Idlib-héraði.


Tengdar fréttir

Rússarnir sprengja borgina mína

Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið.

Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað

Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi.

Bandaríkin gefa í gegn ISIS

Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×