Læknar án landamæra gefa ekkert upp um hver eigi sök á loftárásunum en þungar loftárásir af hálfu rússsneskra og sýrlenskra herflugvéla hafa verið gerðar í vestur- og norðvestur Sýrlandi. 72 hafa særst í loftárásum á sjúkrahús í Aleppo, Idlib og Hama-héruðum og þar hafa sex sjúkrahús þurft að hætta starfsemi.
Frá því að Rússar skárust í leikinn í Sýrlandi hefur færst aukinn kraftur í hernaðaraðgerðir af hálfu liðsafla Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Vegna þess hefur fjöldi sýrlendinga sem flýja heimili sín aukist á nýjan leik en um 110.000 manns hafast við í flóttamannabúðum í Idlib-héraði.