Handritshöfundar hornkerlingar á Eddunni Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2015 16:08 Kollegar Margrétar eru henni hjartanlega sammála og nú bíða þau viðbragða frá framkvæmdastjóra Eddunnar. Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“ Eddan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“
Eddan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira