Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 23-28 | Meistararnir unnu í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 29. október 2015 21:00 vísir/pjetur Haukar minnkuðu forystu Vals á toppi Olísdeildar karla í tvö stig með því að leggja ÍBV að velli í Vestmanneyjum í kvöld. ÍBV missti Magnús Stefánsson af velli í upphafi síðari hálfleiks en staðan að loknum þeim fyrri var 15-9, Haukum í vil. Magnús braut á Adam Hauki Baumruk, skyttu Hauka, sem var sjálfur rekinn af velli þegar tólf mínútur voru eftir fyrir að slá til Brynjars Karls Óskarssonar. Fyrr í leiknum fékk Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, að líta sína þriðju brottvísun. Það kom þó ekki að sök. Eyjamenn náðu að minnka muninn í þrjú mörk þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en Haukar skoruðu þá næstu tvö mörk í leiknum og tryggðu sér endanlega sigurinn. Adam Haukur var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en Andri Heimir Friðriksson skoraði sex fyrir ÍBV. Giedrius Morkunas átti góðan leik í marki gestanna og varði nítján skot. Janus Daði Smárason var frábær í liði Hauka en hann átti aragrúa af frábærum sendingum og skoraði einnig fimm mörk. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en sökum ófærðar var hann færður til dagsins í dag. Arnar Pétursson var því fjarverandi úr þjálfarateymi Eyjamanna en hann hafði pantað sér ferð til Þýskalands fyrir löngu síðan. Eyjamenn komust í 1-0 en þeir voru aðeins yfir í 10 sekúndur í dag, Tjörvi Þorgeirsson svaraði marki þeirra og þá var ekki aftur snúið. Bæði lið fóru rólega af stað en síðan kom frábær sóknarleikur gestanna og góð nýting í ljós. Lokamínútur fyrri hálfleiksins áttu eftir að vera dýrkeyptar fyrir Eyjamenn en staðan var 7-8 fyrir gestunum þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af honum. Þá keyrðu Haukamenn yfir bikarmeistarana. Heimir Óli Heimisson, línumaður Hauka, kom sérstaklega sterkur inn í lok fyrri hálfleiks en hann hafði fengið sinn skammt af gagnrýni á síðustu dögum, hann svaraði eins og menn eiga að gera. Hann var með fimm mörk úr fimm skotum, alltaf gaman þegar menn láta verkin tala. Eftir þrjú mörk Heimis undir lok fyrri hálfleiks munaði sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ekki batnaði ástand Eyjamanna eftir rúmar þrjár mínútur í síðari hálfleik. Þá fékk fyrirliði þeirra rautt spjald fyrir að því er virðist, slá Adam Hauk Baumruk í andlitið þegar hann kom Haukum í 10-16. Eyjamenn reyndu allt hvað þeir gátu til að komast aftur inn í leikinn, stemningin var góð í húsinu en það skilaði sér ekki vel inn á völlinn. Annað rautt spjald fór á loft þegar korter var eftir af leiknum, þá fékk Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, sína þriðju brottvísun. Eyjamenn virtust ætla að nýta sér brottvísun Matthíasar ágætlega en þeir minnkuðu muninn í þrjú mörk í fyrsta skiptið í langan tíma. Þegar Adam Haukur Baumruk skoraði sitt sjöunda mark í leiknum, virtist hann snöggreiðast. Hann virtist þá slá til Brynjars Karls Óskarssonar, leikmanns ÍBV, sem lá eftir. Dómararnir hugsuðu sig um í stuttan tíma en gáfu Adam síðan rauða spjaldið, þriðja rauða spjaldið sem fór á loft í leiknum. Dómaraparið átti ekki góðan leik í dag samt sem áður og voru margir furðulegir dómar, það gæti verið að Hafsteinn Ingibergsson hafi verið orðinn þreyttur í leiknum en hann dæmdi toppslag Olís-deildar kvenna rétt á undan. Eyjamenn komust aldrei nær en þrjú mörk þar sem Haukar voru öflugir að opna vörn þeirra. Janus Daði Smárason dró vagninn á lokametrunum og átti góðan leik fyrir utan hjá Haukum. Gestirnir eru því að saxa á Valsmenn sem eru á toppi Olís-deildarinnar.Vísir/VilhelmGunnar: Héldum haus allan tímann „Ég var ánægður með strákana í dag, við spilum frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka og fyrrum þjálfari Eyjamanna eftir góðan útisigur á sínum gömlu lærisveinum. „Mér fannst við hafa gott „control“ á þessu mest allan leikinn. Við vorum mikið einum færri og misstum þá aðeins tökin á leiknum en þeir ná að saxa aðeins á þetta þá,“ sagði Gunnar en hans menn fengu átta brottvísanir í dag, þar af tvö rauð spjöld. „Við spiluðum mjög vel í vörn og sókn, héldum haus allan tímann og kláruðum þetta.“ „Frábær liðsheild, varnarleikurinn var mjög þéttur og góður, við höfðum góða stjórn á varnarleiknum. Að sama skapi fengu þeir ekki hraðaupphlaupin, ég þekki það vel að ef að þú hleypir þeim í hraðaupphlaup eru þeir hrikalega erfiðir. Sókn er stundum besta vörnin.“ „Ég hef góða reynslu af þessu síðustu tvö ár, við stjórnum ekki veðrinu. Við vildum koma í gær en það var ófært, það opnaðist gluggi í dag. Við náðum að kýla á þetta og koma, við reyndum að láta þetta ekki hafa nein áhrif á okkur.“ Þrjú rauð spjöld fóru á loft í dag, þar af tvö þar sem það fór beint á loft. Hvað fannst Gunnari um það? „Ég þarf að skoða þetta, við vorum mikið útaf. Það munaði miklu á milli liða í brottrekstrum. Það getur vel verið að þetta hafi verið allt saman rétt, ég þarf alltaf að skoða þetta betur eftir á. Við vorum mikið útaf en ég veit ekki hvort við höfum verið miklu grófari.“Sigurður Bragason: Menn voru að reyna á fullu „Maður er aldrei sáttur við að tapa, sérstaklega á heimavelli. Þetta er okkar vígi og við erum nú þegar búnir að taka þrjá tapleiki hérna,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, hinn þjálfari liðsins var fjarverandi í dag þar sem hann er staddur erlendis. „Leikurinn var í járnum, hörkuleikur, þá hendum við leiknum frá okkur á síðustu sjö átta mínúturnar í fyrri hálfleik. Það er ekki auðvelt að spila við Hauka sex mörkum undir.“ „Ég var ánægður með seinni hálfleikinn að mörgu leyti. Menn voru að reyna á fullu og við höfðum tækifæri til þess að gera þetta að alvöru leik.“ „Við ætlum að taka okkur frí í fjóra daga, það er búið að vera mikil keyrsla. Þetta eru menn í vinnu og annað, við ætlum að kúpla okkur frá handboltanum, hugsa aðeins um konurnar og fá okkur gott að borða.“ „Við reynum að ná upp andanum, þó að hann sé ekkert slæmur þrátt fyrir þetta tap, við ætlum að fara að pæla í einhverju allt öðru en handbolta, ég veit ekki hverju en allavega ekki handbolta.“ Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Haukar minnkuðu forystu Vals á toppi Olísdeildar karla í tvö stig með því að leggja ÍBV að velli í Vestmanneyjum í kvöld. ÍBV missti Magnús Stefánsson af velli í upphafi síðari hálfleiks en staðan að loknum þeim fyrri var 15-9, Haukum í vil. Magnús braut á Adam Hauki Baumruk, skyttu Hauka, sem var sjálfur rekinn af velli þegar tólf mínútur voru eftir fyrir að slá til Brynjars Karls Óskarssonar. Fyrr í leiknum fékk Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, að líta sína þriðju brottvísun. Það kom þó ekki að sök. Eyjamenn náðu að minnka muninn í þrjú mörk þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en Haukar skoruðu þá næstu tvö mörk í leiknum og tryggðu sér endanlega sigurinn. Adam Haukur var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en Andri Heimir Friðriksson skoraði sex fyrir ÍBV. Giedrius Morkunas átti góðan leik í marki gestanna og varði nítján skot. Janus Daði Smárason var frábær í liði Hauka en hann átti aragrúa af frábærum sendingum og skoraði einnig fimm mörk. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en sökum ófærðar var hann færður til dagsins í dag. Arnar Pétursson var því fjarverandi úr þjálfarateymi Eyjamanna en hann hafði pantað sér ferð til Þýskalands fyrir löngu síðan. Eyjamenn komust í 1-0 en þeir voru aðeins yfir í 10 sekúndur í dag, Tjörvi Þorgeirsson svaraði marki þeirra og þá var ekki aftur snúið. Bæði lið fóru rólega af stað en síðan kom frábær sóknarleikur gestanna og góð nýting í ljós. Lokamínútur fyrri hálfleiksins áttu eftir að vera dýrkeyptar fyrir Eyjamenn en staðan var 7-8 fyrir gestunum þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af honum. Þá keyrðu Haukamenn yfir bikarmeistarana. Heimir Óli Heimisson, línumaður Hauka, kom sérstaklega sterkur inn í lok fyrri hálfleiks en hann hafði fengið sinn skammt af gagnrýni á síðustu dögum, hann svaraði eins og menn eiga að gera. Hann var með fimm mörk úr fimm skotum, alltaf gaman þegar menn láta verkin tala. Eftir þrjú mörk Heimis undir lok fyrri hálfleiks munaði sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ekki batnaði ástand Eyjamanna eftir rúmar þrjár mínútur í síðari hálfleik. Þá fékk fyrirliði þeirra rautt spjald fyrir að því er virðist, slá Adam Hauk Baumruk í andlitið þegar hann kom Haukum í 10-16. Eyjamenn reyndu allt hvað þeir gátu til að komast aftur inn í leikinn, stemningin var góð í húsinu en það skilaði sér ekki vel inn á völlinn. Annað rautt spjald fór á loft þegar korter var eftir af leiknum, þá fékk Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, sína þriðju brottvísun. Eyjamenn virtust ætla að nýta sér brottvísun Matthíasar ágætlega en þeir minnkuðu muninn í þrjú mörk í fyrsta skiptið í langan tíma. Þegar Adam Haukur Baumruk skoraði sitt sjöunda mark í leiknum, virtist hann snöggreiðast. Hann virtist þá slá til Brynjars Karls Óskarssonar, leikmanns ÍBV, sem lá eftir. Dómararnir hugsuðu sig um í stuttan tíma en gáfu Adam síðan rauða spjaldið, þriðja rauða spjaldið sem fór á loft í leiknum. Dómaraparið átti ekki góðan leik í dag samt sem áður og voru margir furðulegir dómar, það gæti verið að Hafsteinn Ingibergsson hafi verið orðinn þreyttur í leiknum en hann dæmdi toppslag Olís-deildar kvenna rétt á undan. Eyjamenn komust aldrei nær en þrjú mörk þar sem Haukar voru öflugir að opna vörn þeirra. Janus Daði Smárason dró vagninn á lokametrunum og átti góðan leik fyrir utan hjá Haukum. Gestirnir eru því að saxa á Valsmenn sem eru á toppi Olís-deildarinnar.Vísir/VilhelmGunnar: Héldum haus allan tímann „Ég var ánægður með strákana í dag, við spilum frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka og fyrrum þjálfari Eyjamanna eftir góðan útisigur á sínum gömlu lærisveinum. „Mér fannst við hafa gott „control“ á þessu mest allan leikinn. Við vorum mikið einum færri og misstum þá aðeins tökin á leiknum en þeir ná að saxa aðeins á þetta þá,“ sagði Gunnar en hans menn fengu átta brottvísanir í dag, þar af tvö rauð spjöld. „Við spiluðum mjög vel í vörn og sókn, héldum haus allan tímann og kláruðum þetta.“ „Frábær liðsheild, varnarleikurinn var mjög þéttur og góður, við höfðum góða stjórn á varnarleiknum. Að sama skapi fengu þeir ekki hraðaupphlaupin, ég þekki það vel að ef að þú hleypir þeim í hraðaupphlaup eru þeir hrikalega erfiðir. Sókn er stundum besta vörnin.“ „Ég hef góða reynslu af þessu síðustu tvö ár, við stjórnum ekki veðrinu. Við vildum koma í gær en það var ófært, það opnaðist gluggi í dag. Við náðum að kýla á þetta og koma, við reyndum að láta þetta ekki hafa nein áhrif á okkur.“ Þrjú rauð spjöld fóru á loft í dag, þar af tvö þar sem það fór beint á loft. Hvað fannst Gunnari um það? „Ég þarf að skoða þetta, við vorum mikið útaf. Það munaði miklu á milli liða í brottrekstrum. Það getur vel verið að þetta hafi verið allt saman rétt, ég þarf alltaf að skoða þetta betur eftir á. Við vorum mikið útaf en ég veit ekki hvort við höfum verið miklu grófari.“Sigurður Bragason: Menn voru að reyna á fullu „Maður er aldrei sáttur við að tapa, sérstaklega á heimavelli. Þetta er okkar vígi og við erum nú þegar búnir að taka þrjá tapleiki hérna,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, hinn þjálfari liðsins var fjarverandi í dag þar sem hann er staddur erlendis. „Leikurinn var í járnum, hörkuleikur, þá hendum við leiknum frá okkur á síðustu sjö átta mínúturnar í fyrri hálfleik. Það er ekki auðvelt að spila við Hauka sex mörkum undir.“ „Ég var ánægður með seinni hálfleikinn að mörgu leyti. Menn voru að reyna á fullu og við höfðum tækifæri til þess að gera þetta að alvöru leik.“ „Við ætlum að taka okkur frí í fjóra daga, það er búið að vera mikil keyrsla. Þetta eru menn í vinnu og annað, við ætlum að kúpla okkur frá handboltanum, hugsa aðeins um konurnar og fá okkur gott að borða.“ „Við reynum að ná upp andanum, þó að hann sé ekkert slæmur þrátt fyrir þetta tap, við ætlum að fara að pæla í einhverju allt öðru en handbolta, ég veit ekki hverju en allavega ekki handbolta.“
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira