Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2015 16:00 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. vísir/anton brink Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07