Styttri vinnuvika hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2015 16:00 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. vísir/anton brink Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Almenn ánægja er meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Forseti borgarstjórnar á von á að haldið verði áfram með verkefnið enda geti styttri vinnutími stuðlað að miklu betra samfélagi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu, um að setja af stað tilraunaverkefni, sem felur í sér styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir án launaskerðingar. Eygló segir að verkefnið komi til með að ná bæði til stofnanna þar sem unnin er dagvinna og vaktavinna. „Það er líka mikil áhersla á það að þarna verði einn af vinnustöðunum sem verði farið í tilraunaverkefnið á sem verði vaktavinnuvinnustaður og það verður að vísu ákveðinn kostnaður sem tengist því. Við erum búin að tryggja það að við munum hafa fjármagn til að mæta því. Hvað varðar hina vinnustaðina þá er gert ráð fyrir því að þetta verði eitthvað sem hægt er að horfa til að verði innan rammans,“ segir Eygló Harðardóttir.Gengið vel Í nærri átta mánuði hefur verið í gangi tvö tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Annars vegar er lokað eftir hádegi á föstudögum hjá Barnavernd Reykjavíkur og hins vegar lokar klukkutíma fyrr í þjónustumiðstöð Árbæjar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir verkefnið hafa gengið vel. „Að jafnaði held ég að þetta komi mjög vel út,“ segir Sóley. „Þetta er tilraun og það þarf að mæta kannski einhverju ófyrirséðu en við höfum verið að reyna að vinna að því og almennt er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Sóley. Starfsmenn virðast ráða vel við verkefni sín þó vinnutíminn hafi verið styttur. Sóley á von á að haldið verði áfram með verkefni tilraunaverkefni borgarinnar þegar því lýkur í lok febrúar á næsta ári. „Þetta er náttúrulega langtímabreyting sem við erum einhvern veginn að leggja til að samfélagi og hún mun ekkert verða til á einni nóttu eða á einu ári eða með einu tilraunaverkefni. Nýundirritaður samningur gefur okkur náttúrulega byr í seglin og hérna við vonumst til þess að núna séu einhvern veginn fleiri með okkur. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum leggja til einhvers konar framhald á þessu verkefni og mögulega bæta aðeins í. Þetta er eitthvað sem að við hljótum að vilja gera til framtíðar. Styttri vinnutími getur haft svo mikil áhrif á samfélagið. Hann hefur áhrif á stöðu kynjanna. Hann hefur áhrif á stöðu barna. Hann hefur áhrif á stöðu aldraðra, Hann hefur áhrif á samgönguhætti og þar með umhverfið. Þannig að ég held að ef okkur tekst að gera þetta, kannski ekki á næsta ári en í fyrirsjáanlegri framtíð, þá held ég að við séum að stuðla að miklu betra samfélagi,“ segir Sóley.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07