Heimsmeistarinn í þungavigt, Wladimir Klitschko, mun verja titil sinn gegn manni sem hann líkir við kvikmyndapersónuna Rocky Balboa.
Það var að sjálfsögðu Sylvester Stallone sem gerði Rocky Balboa ódauðlegan í myndum sínum.
„Ég held að Bryant sé Rocky Balboa. Hann er frá Philadelphia, hann byrjaði seint í hnefaleikum og er aðaláskorandinn. Ég sé viljann og grimmdina í augum hans. Þetta verður spennandi bardagi," sagði Klitschko.
Hann er að fara að berjast við Bryant Jennings. Strák frá Philadelphia sem hefur unnið alla 19 bardaga sína á ferlinum.
Fyrir mörgum er þessi bardagi raunveruleg endurtekning á bardaga Rocky gegn Rússanum Ivan Drago. Jennings er nefnilega miklu minni en Úkraínumaðurinn.
„Ég er tilbúinn því ég verð að vera tilbúinn. Stærðin skiptir ekki máli. Allen Iverson var ekki mjög hávaxinn en var samt besti leikmaður NBA-deildarinnar," sagði Jennings.
Bardaginn fer fram í Madison Square Garden þann 25. apríl næstkomandi.
Ég er að fara að berjast við Rocky Balboa

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti