Munurinn á útflutningstekjum af ferðaþjónustu og neyslu erlendra gesta Cristi Frent og Edward Huijbens skrifar 29. október 2015 07:00 Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar