Komið að ögurstundu í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 20:00 Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, segir komið að ögurstundu í sögu þjóðarinnar. Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra. Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra.
Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30
Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14
Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16
Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03