Sævar í Leonard mun sitja í fangelsi í 3 mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 13:38 Frá aðalmeðferð í janúar. Vísir/Ernir Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði. Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sævar Jónsson, sem jafnan er kenndur við Leonard, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik. Þar af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og mun Sævar því sitja inni í 3 mánuði. Sævari var gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010.Húsið á Flórída sem málið snerist um.Mynd/Google MapsHúsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu.Félagið sem um ræðir er svissneskt og var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup. Við aðalmeðmerð málsins sagðist Sævar hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. Héraðsdómur telur sannað að Sævar hafi haft einbeittan ásetning um að koma húsinu í Flórída undan svo að kröfuhafar í þrotabú hans biðu fjártjón. Þá hafi hann jafnframt gefið skiptastjóra búsins og lögreglu rangar upplýsingar þegar tilvist hússins á Flórída var rannsökuð. Þá hafi hann gert málamyndagjörning til að villa um fyrir hvaða tilgangur væri með sölu hússins og seldi eigninga svo á óhæfilega lágu verði.
Tengdar fréttir Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Aðalmeðferð í máli Sævars Jónssonar fór fram í dag. 23. janúar 2015 14:30