Á heimasíðu tímaritsins Variety er fjallað um skandinavíska kvikmyndagerð og
er þar íslenskri kvikmyndagerð gert hátt undir höfði.
Minnast þau sérstaklega á leikstjórann Baltasar Kormák og hversu vel honum hafi tekist að finna jafnvægi milli þess að vinna heima á Íslandi með ungum íslenskum leikstrjórum og þess að leikstýra stórum myndum erlendis, og vinna í ferli sínum bæði í Los Angeles og Englandi.
Þau minnast einnig á nýju þáttaröð Baltasars og Sigurjóns Kjartanssonar, Ófærð og hafi fengið til þess að leikstýra þrjá af efnilegustu leikstjórum landsins þá Baldvin Z, Óskar Þór Axelsson og Börk Sigþórsson.
Íslenskri kvikmyndagerð hrósað í Variety
