Ráðherra strand með fiskveiðifrumvarpið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Stjórnarflokkarnir eru ekki á einu málu um hvernig hér skuli haga stjórnun fiskveiða. Fréttablaðið/Vilhelm Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira