Bíó og sjónvarp

Styttist í Stargate

Fyrri Stargate-myndin kom út fyrir rúmum tveimur áratugum með Kurt Russell í aðalhlutverki.
Fyrri Stargate-myndin kom út fyrir rúmum tveimur áratugum með Kurt Russell í aðalhlutverki.
Nicolas Wright og James A. Woods hafa verið ráðnir til að skrifa handritið að endurgerð myndarinnar Stargate.

Þeir eru tiltölulega óþekktir en fengu verkefnið eftir að þeir endurskrifuðu með góðum árangri handritið að framhaldi Independence Day. Roland Emmerich verður einmitt leikstjóri beggja myndanna, auk þess sem hann leikstýrði báðum fyrri myndunum.

Ekki er vitað um hvað endurgerð Stargate mun fjalla en Kurt Russell, James Spader og Jaye Davidson léku aðalhlutverkin í fyrri myndinni sem kom út 1994.

Stefnt hefur verið á að gera nokkrar Stargate-myndir. Búast má við að aðdáendur sjónvarpsþáttanna Stargate SG-1 og Stargate Atlantis verði á meðal þeirra sem muni flykkjast á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.