Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 15:06 Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm. Vísir/Kolbeinn Tumi Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna. Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna.
Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira