Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 11:44 Einstaklingarnir voru í forsvari fyrir áhugamannafélagið Poker and play. Anton Brink. Ríkissaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur þremur einstaklingum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum með því að hafa á tímabilinu frá júní 2010 fram til 11. desember 2012, í félagi rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, að því er fram kemur í ákæru sem gefin er út af embætti ríkissaksóknara. Í ákærunni er þríeykið sagt hafa komið öðrum til þátttöku í fjárhættuspili í húsnæði í Skeifunni sem áhugamannafélagið Poker and play hafði á leigu en einstaklingarnir voru í forsvari fyrir félagið en fjárhættuspil á borð við „black jack“, rúllettu og póker eru nefnd af ríkissaksóknara. Þremenningarnir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna, með því að reka fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings og komið öðrum til þátttöku í þeim. Fjármunirnir eru sagðir hafa verið greiddir með greiðslukortum af þeim sem tóku þátt í fjárhættuspilum í húsnæðinu í Skeifunni og fóru í gegnum kortaskanna áhugamannafélagsins sem ákærðu voru í forsvari fyrir og inn á reikninga félagsins. Í ákærunni kemur fram að af þeirri heildarfjárhæð sem á að hafa verið afrakstur peningaþvættisins nýttu tveir af þremenningunum í eigin þágu að lágmarki rúmar 36 milljónir króna en sá þriðji að lágmarki tæpar fimm milljónir króna. Þá er einn af þremenningunum ákærður fyrir brot gegn fíkniefnalögum með því að hafa haft 0,69 grömm af kókaíni í vörslum sínum sem hann afhenti lögreglu við húsleit í desember árið 2012. Þá krefst ríkissaksóknari að ákærðu sæti upptöku á fimm spilaborðum ásamt fylgihlutum, spilapeningum og spilastokkum, peningaseðlum samtals að fjárhæð rúmum 550 þúsund krónum, peningaseðlum í erlendri mynt, samtals að fjárhæð 2.975 evrum, innistæðu að fjárhæð rúmri einni milljón króna ásamt áföllnum vöxtum sem voru á reikningi eins ákærða og innistæðu að fjárhæð rúmum 94 þúsund krónum ásamt áföllnum vöxtum sem var á reikningi á nafni áhugamannafélagsins. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur þremur einstaklingum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum með því að hafa á tímabilinu frá júní 2010 fram til 11. desember 2012, í félagi rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, að því er fram kemur í ákæru sem gefin er út af embætti ríkissaksóknara. Í ákærunni er þríeykið sagt hafa komið öðrum til þátttöku í fjárhættuspili í húsnæði í Skeifunni sem áhugamannafélagið Poker and play hafði á leigu en einstaklingarnir voru í forsvari fyrir félagið en fjárhættuspil á borð við „black jack“, rúllettu og póker eru nefnd af ríkissaksóknara. Þremenningarnir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna, með því að reka fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings og komið öðrum til þátttöku í þeim. Fjármunirnir eru sagðir hafa verið greiddir með greiðslukortum af þeim sem tóku þátt í fjárhættuspilum í húsnæðinu í Skeifunni og fóru í gegnum kortaskanna áhugamannafélagsins sem ákærðu voru í forsvari fyrir og inn á reikninga félagsins. Í ákærunni kemur fram að af þeirri heildarfjárhæð sem á að hafa verið afrakstur peningaþvættisins nýttu tveir af þremenningunum í eigin þágu að lágmarki rúmar 36 milljónir króna en sá þriðji að lágmarki tæpar fimm milljónir króna. Þá er einn af þremenningunum ákærður fyrir brot gegn fíkniefnalögum með því að hafa haft 0,69 grömm af kókaíni í vörslum sínum sem hann afhenti lögreglu við húsleit í desember árið 2012. Þá krefst ríkissaksóknari að ákærðu sæti upptöku á fimm spilaborðum ásamt fylgihlutum, spilapeningum og spilastokkum, peningaseðlum samtals að fjárhæð rúmum 550 þúsund krónum, peningaseðlum í erlendri mynt, samtals að fjárhæð 2.975 evrum, innistæðu að fjárhæð rúmri einni milljón króna ásamt áföllnum vöxtum sem voru á reikningi eins ákærða og innistæðu að fjárhæð rúmum 94 þúsund krónum ásamt áföllnum vöxtum sem var á reikningi á nafni áhugamannafélagsins.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira