Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 16:23 Frá fundinum í fjárlaganefnd í dag. vísir/gva Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt. Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt.
Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47