Harden sýndi sitt rétta andlit í sigri Houston Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 07:30 James Harden var frábær í nótt. vísir/getty Houston Rockets (11-12) vann flottan útisigur á Washington Wizards (9-11) í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem James Harden átti frábæran leik. Harden var skelfilegur í fyrrinótt þar sem hann skoraði aðeins tíu stig, en það var versta frammistaða hans á tímabiilinu. Hann sýndi sitt rétt andlit og skegg í nótt þegar hann skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar er hann leiddi sína menn til sigurs, 109-103. Harden skoraði 19 stig í fyrri hálfleik og bætti við öðrum 16 stigum í þriðja leikhluta. Þar skoraði hann 16 af 26 stigum liðsins. Eina slæma við kvöldið hjá Harden var að hann tapaði boltanum sjö sinnum.Kobe Bryant á ferðinni gegn Minnesota.vísir/gettToronto Raptors (14-9) vann glæsilegan heimasigur á næst efsta liði vestursins, San Antonio Spurs (18-5), 97-94. DeMar DeRozan átti mjög góðan leik og skoraði 28 stig, en hann hitti úr 10 af 15 skotum sínum í teignum og öllum átta vítaskotunum. LaMarcus Aldridge var eini leikmaðurinn í byrjunarliði Spurs sem skoraði yfir tíu stig, en hann skoraði þrettán. Manu Ginobili kom inn af bekknum með 17 stig og David West tíu stig. Los Angeles Lakers (3-19) er áfram í ruglinu en liðið tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves (9-12) í nótt, 123-122. Kobe Bryant var duglegur að skjóta að vanda, en hann skoraði ellefu stig og hitti úr fimm af þrettán skotum sínum. D'Angelo Russell var stigahæstur gestanna frá Englaborginni með 23 stig en Kevin Martin skoraði 37 stig fyrir Minnesota og nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 26 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Chicago Bulls 105-100 Charlotte Hornets - Miami Heat 99-81 Washington Wizards - Houston Rockets 103-109 Detroit Pistons - Memphis Grizzliez 92-93 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 97-94 Milwaukee Bucks - LA Clippers 95-109 Minnesota Timberwolves - LA Lakers 123-122 Phoenix Suns - Orlando Magic 107-104 Utah Jazz - NY Knicks 106-85 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 95-98 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Houston Rockets (11-12) vann flottan útisigur á Washington Wizards (9-11) í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem James Harden átti frábæran leik. Harden var skelfilegur í fyrrinótt þar sem hann skoraði aðeins tíu stig, en það var versta frammistaða hans á tímabiilinu. Hann sýndi sitt rétt andlit og skegg í nótt þegar hann skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar er hann leiddi sína menn til sigurs, 109-103. Harden skoraði 19 stig í fyrri hálfleik og bætti við öðrum 16 stigum í þriðja leikhluta. Þar skoraði hann 16 af 26 stigum liðsins. Eina slæma við kvöldið hjá Harden var að hann tapaði boltanum sjö sinnum.Kobe Bryant á ferðinni gegn Minnesota.vísir/gettToronto Raptors (14-9) vann glæsilegan heimasigur á næst efsta liði vestursins, San Antonio Spurs (18-5), 97-94. DeMar DeRozan átti mjög góðan leik og skoraði 28 stig, en hann hitti úr 10 af 15 skotum sínum í teignum og öllum átta vítaskotunum. LaMarcus Aldridge var eini leikmaðurinn í byrjunarliði Spurs sem skoraði yfir tíu stig, en hann skoraði þrettán. Manu Ginobili kom inn af bekknum með 17 stig og David West tíu stig. Los Angeles Lakers (3-19) er áfram í ruglinu en liðið tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves (9-12) í nótt, 123-122. Kobe Bryant var duglegur að skjóta að vanda, en hann skoraði ellefu stig og hitti úr fimm af þrettán skotum sínum. D'Angelo Russell var stigahæstur gestanna frá Englaborginni með 23 stig en Kevin Martin skoraði 37 stig fyrir Minnesota og nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 26 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Chicago Bulls 105-100 Charlotte Hornets - Miami Heat 99-81 Washington Wizards - Houston Rockets 103-109 Detroit Pistons - Memphis Grizzliez 92-93 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 97-94 Milwaukee Bucks - LA Clippers 95-109 Minnesota Timberwolves - LA Lakers 123-122 Phoenix Suns - Orlando Magic 107-104 Utah Jazz - NY Knicks 106-85 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 95-98
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira