Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar finnst skammsýni fólgin í því að gera aðeins sextíu aðgerðir á ári sem fyrirbyggja heilablóðföll þegar þörfin er rúmlega tvöfalt meiri. vísir/GVA Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“ Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“
Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00