Ólafur Stefáns: Þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 15:00 Ólafur Stefánsson. Vísir/Daníel Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur. HM 2015 í Katar Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira