Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 15:07 Sigurður Örn Ágústsson steig í pontu Alþingis í gær og ræddi kjör þingmanna. Það er hans mat að laun þingmanna séu lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. GVA/Vilhelm „Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
„Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira