Verð vonandi ekki drepinn í Marokkó Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2015 09:00 Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur í fleiri þáttum en gert var ráð fyrir í upphafi. mynd/aðsend „Ég er mjög ánægður, þetta er mikil viðurkenning þar sem ég átti upphaflega bara að leika í fyrstu sex þáttunum,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann leikur Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í nýrri sjónvarpsseríu sem ber nafnið A.D. Hann er á leið til Marokkó þann 7. febrúar næstkomandi, þar sem höfundar þáttanna hafa skrifað Jóhannes Hauk inn í fleiri þætti, sem þýðir að okkar maður hlýtur að hafa verið að gera góða hluti. „Jú, þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað rétt.“ Hann dvaldi í Marokkó í þrjá mánuði fyrir áramót þar sem hann lék í fyrstu sex þáttunum en nú hefur komið í ljós hann kemur fram í tveimur þáttum í viðbót í það minnsta. „Aðstandendur svona sjónvarpsþátta gera þetta oft, sjá hvernig hlutirnir ganga og skrifa persónur meira inn í þættina ef það hentar og gengur vel. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk handritið að nýju þáttunum sem ég var skrifaður inn í, að ég er með töluvert fleiri línur í þessum þáttum en í fyrstu sex. Það er áskorun að leika á ensku og verður erfitt en ég er þakklátur fyrir tækifærið,“ útskýrir Jóhannes Haukur. Í heildina verða þættirnir tólf og veit Jóhannes Haukur fyrir víst að hann kemur fram í allavega átta þáttum. „Ég veit ekki meira en það gæti alveg verið að ég yrði í fleiri þáttum, það kemur í ljós. Það fer auðvitað eftir því hvort ég verð drepinn í seríunni, það er alltaf það fyrsta sem maður tékkar á þegar maður fær nýtt handrit.“Hér er Jóhannes Haukur ásamt fleiri lærisveinum.Mynd/AðsendMikið er lagt í þættina og hefur verið byggð heil borg í eyðimörkinni í Marokkó. „Þeir eru búnir að byggja Jerúsalem, þetta er líklega ein af stærstu frístandandi leikmyndum sem til eru í heiminum í dag eða svo segja framleiðendurnir.“ Þættirnir fara í sýningu á NBC um páskana og verða sýndir klukkan 21.00 á sunnudögum þar í landi. „Ég veit að íslensk sjónvarpsstöð hefur verið reyna tryggja sér sýningarréttinn en veit þó ekki meira um það að svo stöddu,“ bætir Jóhannes Haukur við. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
„Ég er mjög ánægður, þetta er mikil viðurkenning þar sem ég átti upphaflega bara að leika í fyrstu sex þáttunum,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann leikur Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í nýrri sjónvarpsseríu sem ber nafnið A.D. Hann er á leið til Marokkó þann 7. febrúar næstkomandi, þar sem höfundar þáttanna hafa skrifað Jóhannes Hauk inn í fleiri þætti, sem þýðir að okkar maður hlýtur að hafa verið að gera góða hluti. „Jú, þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað rétt.“ Hann dvaldi í Marokkó í þrjá mánuði fyrir áramót þar sem hann lék í fyrstu sex þáttunum en nú hefur komið í ljós hann kemur fram í tveimur þáttum í viðbót í það minnsta. „Aðstandendur svona sjónvarpsþátta gera þetta oft, sjá hvernig hlutirnir ganga og skrifa persónur meira inn í þættina ef það hentar og gengur vel. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk handritið að nýju þáttunum sem ég var skrifaður inn í, að ég er með töluvert fleiri línur í þessum þáttum en í fyrstu sex. Það er áskorun að leika á ensku og verður erfitt en ég er þakklátur fyrir tækifærið,“ útskýrir Jóhannes Haukur. Í heildina verða þættirnir tólf og veit Jóhannes Haukur fyrir víst að hann kemur fram í allavega átta þáttum. „Ég veit ekki meira en það gæti alveg verið að ég yrði í fleiri þáttum, það kemur í ljós. Það fer auðvitað eftir því hvort ég verð drepinn í seríunni, það er alltaf það fyrsta sem maður tékkar á þegar maður fær nýtt handrit.“Hér er Jóhannes Haukur ásamt fleiri lærisveinum.Mynd/AðsendMikið er lagt í þættina og hefur verið byggð heil borg í eyðimörkinni í Marokkó. „Þeir eru búnir að byggja Jerúsalem, þetta er líklega ein af stærstu frístandandi leikmyndum sem til eru í heiminum í dag eða svo segja framleiðendurnir.“ Þættirnir fara í sýningu á NBC um páskana og verða sýndir klukkan 21.00 á sunnudögum þar í landi. „Ég veit að íslensk sjónvarpsstöð hefur verið reyna tryggja sér sýningarréttinn en veit þó ekki meira um það að svo stöddu,“ bætir Jóhannes Haukur við.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira