Það var nefnilega hinn 31 árs gamli Ondrej Zdráhala sem braut það illa á Aroni Pálmarssyni í Tékkaleiknum að besti leikmaður íslenska liðsins spilaði ekki meira með á HM.
Ondrej Zdráhala fór út í Aron með öxlina á undan sér og Aron lá á eftir með vægan heilahristing.
Aron var fyrir leikinn á móti Tékkum sá leikmaður sem var búinn að eiga þátt í flestum mörkum á heimsmeistaramótinu og Tékkarnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann.
Eftir brotið sést þegar Ondrej Zdráhala "fær fimmu" frá liðsfélaga sínum Jakub Szymanski og fólk getur vissulega túlkað það á ýmsa vegu.
Myndbandið af brotinu sem réð örlögum íslenska landsliðsins á HM í Katar má sjá hér fyrir neðan.