Róttækni og kjarkur í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Þjóðir heims standa nú frammi fyrir einu stærsta verkefni sögunnar á stórum fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í París þessa dagana. Til þess að stemma stigu við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr henni svo um munar þarf stórtækar aðgerðir í öllum geirum samfélagsins í öllum samfélögum. Líka á Íslandi. Loftslagsbreytingar af mannavöldum ógna lífi á jörðinni. Gríðarlegar breytingar á veðri, hitastigi og yfirborði sjávar munu hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, samfélaga og heilu þjóðanna. Óveður, stórflóð og uppskerubrestir eru orðin daglegt brauð í fréttum víða um heim. Minna hefur farið fyrir umræðunni um fækkun tegundanna sem stendur í beinum tengslum við loftslagsbreytingar. Maðurinn, sem er partur af vistkerfi jarðar, verður fyrir áhrifum af slíkum breytingum eins og allt annað líf á jörðinni. Náttúran getur nefnilega verið án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar.Aðeins ein jörð Hið opinbera markmið er að hlýnunin verði ekki meira en tvær gráður á selsíus en samt verður um að ræða gríðarlegar breytingar af því tagi sem áður er nefnt. Líkurnar á því að takist að ná þessum markmiðum minnka hins vegar með ári hverju. Ef hlýnunin verður meiri verður vandinn stærri og skaðinn á jörðinni óafturkræfur. Við eigum ekki aðra jörð og framtíð hennar er í húfi. Stærsti vandi mannkyns er græðgisvæðingin, kapítalisminn og ágeng nýting náttúruauðlinda. Trúin á að hagvöxtur sé allra meina bót sama hvaðan hann kemur er villuljós sem er ein helsta ástæðan fyrir stöðu mála í þessum stóru og aðkallandi verkefnum. Viðfangsefni aldarinnar er að tryggja jöfnuð, frið og velsæld í heiminum án ágengs vaxtar og yfirgangs á fólk og náttúru. Til þess þarf nýja og betri mælikvarða en hagvöxt eða þjóðarframleiðslu og meiri áherslu á raunveruleg og varanleg lífsgæði í sátt við náttúru og umhverfi.Alvöru markmið En hvað getur Ísland gert? Náttúruverndarsamtök Íslands lögðu fram þrjár kröfur á dögunum að því er varðar framlag Íslands til loftslagsumræðunnar. Í fyrsta lagi að Ísland leggi fram sjálfstæð markmið um að draga úr losun um 40% fyrir 2030, í öðru lagi að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi 2050 og loks að hverfa frá öllum áformum um olíuvinnslu á Íslandsmiðum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur tekið undir öll þessi markmið og sér þess stað bæði í ályktunum landsfundar nú í haust og í sérstökum þingmálum sem endurspegla stefnuna. Umhverfisráðherrann hefur verið spurður um afstöðu ríkisstjórnar Íslands í þessum málum og er skemmst frá því að segja að hún gat ekki tekið undir nein þessara markmiða. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er listi yfir 16 verkefni. Áætlunin er ótímasett, án mælanlegra markmiða, samansafn af kunnuglegum verkefnum en engin heildarsýn. Svo virðist sem ekki liggi fyrir hvernig standi til að fylgja áætluninni eftir, meta framgang hennar eða hvernig hún spilar saman við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem þegar liggur fyrir samkvæmt lögum frá 2010. Það þarf meira en verkefnalista og góðar óskir í loftslagsmálum. Það þarf að tala skýrt, hafa metnaðarfull markmið og leggja fé og krafta til rannsókna og þróunar í þágu loftslagsvænni tækni og atvinnustarfsemi. Það þarf stórhug í loftslagsmálum, róttækni og kjark. Við svo stórt verkefni dugar ekkert minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims standa nú frammi fyrir einu stærsta verkefni sögunnar á stórum fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í París þessa dagana. Til þess að stemma stigu við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr henni svo um munar þarf stórtækar aðgerðir í öllum geirum samfélagsins í öllum samfélögum. Líka á Íslandi. Loftslagsbreytingar af mannavöldum ógna lífi á jörðinni. Gríðarlegar breytingar á veðri, hitastigi og yfirborði sjávar munu hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, samfélaga og heilu þjóðanna. Óveður, stórflóð og uppskerubrestir eru orðin daglegt brauð í fréttum víða um heim. Minna hefur farið fyrir umræðunni um fækkun tegundanna sem stendur í beinum tengslum við loftslagsbreytingar. Maðurinn, sem er partur af vistkerfi jarðar, verður fyrir áhrifum af slíkum breytingum eins og allt annað líf á jörðinni. Náttúran getur nefnilega verið án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar.Aðeins ein jörð Hið opinbera markmið er að hlýnunin verði ekki meira en tvær gráður á selsíus en samt verður um að ræða gríðarlegar breytingar af því tagi sem áður er nefnt. Líkurnar á því að takist að ná þessum markmiðum minnka hins vegar með ári hverju. Ef hlýnunin verður meiri verður vandinn stærri og skaðinn á jörðinni óafturkræfur. Við eigum ekki aðra jörð og framtíð hennar er í húfi. Stærsti vandi mannkyns er græðgisvæðingin, kapítalisminn og ágeng nýting náttúruauðlinda. Trúin á að hagvöxtur sé allra meina bót sama hvaðan hann kemur er villuljós sem er ein helsta ástæðan fyrir stöðu mála í þessum stóru og aðkallandi verkefnum. Viðfangsefni aldarinnar er að tryggja jöfnuð, frið og velsæld í heiminum án ágengs vaxtar og yfirgangs á fólk og náttúru. Til þess þarf nýja og betri mælikvarða en hagvöxt eða þjóðarframleiðslu og meiri áherslu á raunveruleg og varanleg lífsgæði í sátt við náttúru og umhverfi.Alvöru markmið En hvað getur Ísland gert? Náttúruverndarsamtök Íslands lögðu fram þrjár kröfur á dögunum að því er varðar framlag Íslands til loftslagsumræðunnar. Í fyrsta lagi að Ísland leggi fram sjálfstæð markmið um að draga úr losun um 40% fyrir 2030, í öðru lagi að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi 2050 og loks að hverfa frá öllum áformum um olíuvinnslu á Íslandsmiðum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur tekið undir öll þessi markmið og sér þess stað bæði í ályktunum landsfundar nú í haust og í sérstökum þingmálum sem endurspegla stefnuna. Umhverfisráðherrann hefur verið spurður um afstöðu ríkisstjórnar Íslands í þessum málum og er skemmst frá því að segja að hún gat ekki tekið undir nein þessara markmiða. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er listi yfir 16 verkefni. Áætlunin er ótímasett, án mælanlegra markmiða, samansafn af kunnuglegum verkefnum en engin heildarsýn. Svo virðist sem ekki liggi fyrir hvernig standi til að fylgja áætluninni eftir, meta framgang hennar eða hvernig hún spilar saman við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem þegar liggur fyrir samkvæmt lögum frá 2010. Það þarf meira en verkefnalista og góðar óskir í loftslagsmálum. Það þarf að tala skýrt, hafa metnaðarfull markmið og leggja fé og krafta til rannsókna og þróunar í þágu loftslagsvænni tækni og atvinnustarfsemi. Það þarf stórhug í loftslagsmálum, róttækni og kjark. Við svo stórt verkefni dugar ekkert minna.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar