Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2015 19:18 Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira