Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Bjarki Ármannsson skrifar 27. janúar 2015 21:37 Brynjar Karl vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. Mynd/Af síðu Brynjars Karls Brynjar Karl Birgisson, tólf ára Mosfellingur sem vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum, fékk að segja frá verkefninu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Brynjar Karl, sem er einhverfur, fer brátt að ljúka við skipið sem hann hefur nú unnið að í um níu mánuði. „Við áætlum að þetta verði búið í byrjun næsta mánaðar,“ segir Bjarney S. Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars. Greint var frá draumi Brynjars um að smíða slíkt skip í fyrra en hann sendi meðal annars skemmtilegt myndband á Legoland í Danmörku þar sem hann biður um að fá að koma í heimsókn. Söfnun fór af stað hér á landi stuttu eftir að Brynjar rataði í fréttirnar og safnaðist nóg fé til að kaupa kubba handa honum. „Ótrúlegt nokk var bara mjög mikill meðbyr með þessu verkefni,“ segir Bjarney. „Þetta hefur meðal annars þjálfað í honum þolinmæðina og að taka á móti fólki. Það hefur hjálpað honum mjög mikið.“ Til stendur að færa skipið í Hagkaup í Smáralind í næstu viku þar sem fólk getur fylgst með Brynjari vinna að skipinu og spurt hann út í það.Eins og sést er engu til sparað við gerð skipsins.Mynd/Af síðu Brynjars KarlsSjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ Einhvern veginn hafa fregnir af verkefni Brynjars borist til umsjónarmanna Discovery, sem fengu að taka símaviðtal við Brynjar um skipið. Bjarney segir að til standi að sýna innslag um drenginn í vinsælum þætti stöðvarinnar eftir rúmlega viku. „Þetta var svolítið skemmtilegt,“ segir Bjarney. „Hann þurfti að tala ensku og það er alveg ótrúlegt hvað hann nær að klóra sig fram úr því. Það er internetið.“ Ljóst er að margir hafa gaman af því að fylgjast með skipasmíð Brynjars, en verður ráðist í annað svona verkefni þegar skipið er fullklárað? „Nei veistu, það held ég ekki,“ segir Bjarney og hlær. „Það er komið alveg gott í bili. Það er reyndar eitt verkefni sem okkur langar að vinna, en það er vinnustofa fyrir einhverf börn. Við ætlum að bjóða þeim að koma og gera eigin legó-listaverk.“ Innlegg frá Brynjar Karl. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41 „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Brynjar Karl Birgisson, tólf ára Mosfellingur sem vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum, fékk að segja frá verkefninu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Brynjar Karl, sem er einhverfur, fer brátt að ljúka við skipið sem hann hefur nú unnið að í um níu mánuði. „Við áætlum að þetta verði búið í byrjun næsta mánaðar,“ segir Bjarney S. Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars. Greint var frá draumi Brynjars um að smíða slíkt skip í fyrra en hann sendi meðal annars skemmtilegt myndband á Legoland í Danmörku þar sem hann biður um að fá að koma í heimsókn. Söfnun fór af stað hér á landi stuttu eftir að Brynjar rataði í fréttirnar og safnaðist nóg fé til að kaupa kubba handa honum. „Ótrúlegt nokk var bara mjög mikill meðbyr með þessu verkefni,“ segir Bjarney. „Þetta hefur meðal annars þjálfað í honum þolinmæðina og að taka á móti fólki. Það hefur hjálpað honum mjög mikið.“ Til stendur að færa skipið í Hagkaup í Smáralind í næstu viku þar sem fólk getur fylgst með Brynjari vinna að skipinu og spurt hann út í það.Eins og sést er engu til sparað við gerð skipsins.Mynd/Af síðu Brynjars KarlsSjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ Einhvern veginn hafa fregnir af verkefni Brynjars borist til umsjónarmanna Discovery, sem fengu að taka símaviðtal við Brynjar um skipið. Bjarney segir að til standi að sýna innslag um drenginn í vinsælum þætti stöðvarinnar eftir rúmlega viku. „Þetta var svolítið skemmtilegt,“ segir Bjarney. „Hann þurfti að tala ensku og það er alveg ótrúlegt hvað hann nær að klóra sig fram úr því. Það er internetið.“ Ljóst er að margir hafa gaman af því að fylgjast með skipasmíð Brynjars, en verður ráðist í annað svona verkefni þegar skipið er fullklárað? „Nei veistu, það held ég ekki,“ segir Bjarney og hlær. „Það er komið alveg gott í bili. Það er reyndar eitt verkefni sem okkur langar að vinna, en það er vinnustofa fyrir einhverf börn. Við ætlum að bjóða þeim að koma og gera eigin legó-listaverk.“ Innlegg frá Brynjar Karl.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41 „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41
„Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53