Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Bjarki Ármannsson skrifar 27. janúar 2015 21:37 Brynjar Karl vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. Mynd/Af síðu Brynjars Karls Brynjar Karl Birgisson, tólf ára Mosfellingur sem vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum, fékk að segja frá verkefninu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Brynjar Karl, sem er einhverfur, fer brátt að ljúka við skipið sem hann hefur nú unnið að í um níu mánuði. „Við áætlum að þetta verði búið í byrjun næsta mánaðar,“ segir Bjarney S. Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars. Greint var frá draumi Brynjars um að smíða slíkt skip í fyrra en hann sendi meðal annars skemmtilegt myndband á Legoland í Danmörku þar sem hann biður um að fá að koma í heimsókn. Söfnun fór af stað hér á landi stuttu eftir að Brynjar rataði í fréttirnar og safnaðist nóg fé til að kaupa kubba handa honum. „Ótrúlegt nokk var bara mjög mikill meðbyr með þessu verkefni,“ segir Bjarney. „Þetta hefur meðal annars þjálfað í honum þolinmæðina og að taka á móti fólki. Það hefur hjálpað honum mjög mikið.“ Til stendur að færa skipið í Hagkaup í Smáralind í næstu viku þar sem fólk getur fylgst með Brynjari vinna að skipinu og spurt hann út í það.Eins og sést er engu til sparað við gerð skipsins.Mynd/Af síðu Brynjars KarlsSjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ Einhvern veginn hafa fregnir af verkefni Brynjars borist til umsjónarmanna Discovery, sem fengu að taka símaviðtal við Brynjar um skipið. Bjarney segir að til standi að sýna innslag um drenginn í vinsælum þætti stöðvarinnar eftir rúmlega viku. „Þetta var svolítið skemmtilegt,“ segir Bjarney. „Hann þurfti að tala ensku og það er alveg ótrúlegt hvað hann nær að klóra sig fram úr því. Það er internetið.“ Ljóst er að margir hafa gaman af því að fylgjast með skipasmíð Brynjars, en verður ráðist í annað svona verkefni þegar skipið er fullklárað? „Nei veistu, það held ég ekki,“ segir Bjarney og hlær. „Það er komið alveg gott í bili. Það er reyndar eitt verkefni sem okkur langar að vinna, en það er vinnustofa fyrir einhverf börn. Við ætlum að bjóða þeim að koma og gera eigin legó-listaverk.“ Innlegg frá Brynjar Karl. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41 „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Brynjar Karl Birgisson, tólf ára Mosfellingur sem vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum, fékk að segja frá verkefninu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Brynjar Karl, sem er einhverfur, fer brátt að ljúka við skipið sem hann hefur nú unnið að í um níu mánuði. „Við áætlum að þetta verði búið í byrjun næsta mánaðar,“ segir Bjarney S. Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars. Greint var frá draumi Brynjars um að smíða slíkt skip í fyrra en hann sendi meðal annars skemmtilegt myndband á Legoland í Danmörku þar sem hann biður um að fá að koma í heimsókn. Söfnun fór af stað hér á landi stuttu eftir að Brynjar rataði í fréttirnar og safnaðist nóg fé til að kaupa kubba handa honum. „Ótrúlegt nokk var bara mjög mikill meðbyr með þessu verkefni,“ segir Bjarney. „Þetta hefur meðal annars þjálfað í honum þolinmæðina og að taka á móti fólki. Það hefur hjálpað honum mjög mikið.“ Til stendur að færa skipið í Hagkaup í Smáralind í næstu viku þar sem fólk getur fylgst með Brynjari vinna að skipinu og spurt hann út í það.Eins og sést er engu til sparað við gerð skipsins.Mynd/Af síðu Brynjars KarlsSjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ Einhvern veginn hafa fregnir af verkefni Brynjars borist til umsjónarmanna Discovery, sem fengu að taka símaviðtal við Brynjar um skipið. Bjarney segir að til standi að sýna innslag um drenginn í vinsælum þætti stöðvarinnar eftir rúmlega viku. „Þetta var svolítið skemmtilegt,“ segir Bjarney. „Hann þurfti að tala ensku og það er alveg ótrúlegt hvað hann nær að klóra sig fram úr því. Það er internetið.“ Ljóst er að margir hafa gaman af því að fylgjast með skipasmíð Brynjars, en verður ráðist í annað svona verkefni þegar skipið er fullklárað? „Nei veistu, það held ég ekki,“ segir Bjarney og hlær. „Það er komið alveg gott í bili. Það er reyndar eitt verkefni sem okkur langar að vinna, en það er vinnustofa fyrir einhverf börn. Við ætlum að bjóða þeim að koma og gera eigin legó-listaverk.“ Innlegg frá Brynjar Karl.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41 „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41
„Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53