Handbolti

Viltu vinna síðustu treyjuna sem Óli Stef spilaði í áritaða?

Ólafur Stefánsson í gegnum tíðina.
Ólafur Stefánsson í gegnum tíðina. vísir/getty/epa/afp
Ólafur Stefánsson spilaði líklega sinn síðasta leik á ferlinum á sunnudaginn þegar Danmerkurmeistarar KIF Kolding Köbenhavn unnu HC Prvo Zagreb í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Króatíska vann fyrri leikinn með sex marka mun og komst því áfram samanlagt.

Ólafur Stefánsson, besti handknattleiksmaður Íslands frá upphafi, tók skóna fram úr hillunni til að hjálpa KIF í gegnum meiðslavandræði og ákvað að spila leikina tvo gegn Zagreb. H

Ólafur hafði ekki spilað síðan 16. júní 2013 þegar íslenska þjóðin kvaddi hann með pomp og prakt eftir landsleik gegn Rúmeníu í Laugardalshöll.

Íþróttavefur Vísis, í samstarfi við KIF Kolding Köbenhavn, ætlar að gefa treyju eins og þá sem Ólafur Stefánsson spilaði í og mun því heppinn lesandi Vísis fá KIF-treyju sem Ólafur áritaði eftir leik.

Þeir sem geta ekki beðið eða telja sig ekki nógu heppna til að hreppa treyjuna geta tekið forskot á sæluna og keypt treyju úr vefbúð danska liðsins. Hægt er að versla treyjuna hérna.

Til að taka þátt í leiknum þarft þú að smella „Like“ á Facebook-síðu íþróttavefs Vísis. Þar má finna færslu með leiknum og eina sem þarf að gera er að svara spurningunni: Er Ólafur Stefánsson besti handboltamaður allra tíma?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×