Segir pólitísk fingraför á tillögum um fjölgun seðlabankastjóra ingvar haraldsson skrifar 23. mars 2015 19:00 Þórólfi Matthíassyni hugnast illa hugmyndir um fjölgun seðlabankastjóra. vísir/arnþór/kristinn „Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur. Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
„Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur.
Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira