Ertu að nota linsurnar rétt? Rikka skrifar 23. mars 2015 14:45 visir/getty Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega. Heilsa Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega.
Heilsa Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira