Tónlist

Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Verðlaunahafarnir saman komnir. Á myndina vantar að vísu Tonik Ensemble en Ragga Gísla tók við verðlaununum fyrir hans hönd.
Verðlaunahafarnir saman komnir. Á myndina vantar að vísu Tonik Ensemble en Ragga Gísla tók við verðlaununum fyrir hans hönd.
Sex listamenn hlutu í kvöld Kraumsverðlauninn vegna platna sem þau gáfu út á árinu. Að mati dómnefndar áttu þau plötur ársins á Íslandi.

Listamennirnir sem þóttu skara fram úr í gæðum og frumleika þetta árið eru Dj flugvél og geimskip fyrir sína þriðju breiðskífu Nótt á hafsbotni, Mr. Silla fyrir samnefnda breiðskífu, Asdfhg fyrir fraumraun sína Steingervingur, Misþyrming fyrir sína fyrstu plötu Söngvar elds og óreiðu, Teitur Magnússon fyrir sína fyrstu sólóplötu 27 og Tonik Ensemble, sem til þessa hefur gefið út smáskífur og endurhljóðblandanir af verkum annarra, fyrir sína fyrstu breiðskífu; Snapshots.

Sumir listamannanna hafa einnig hlotið lof fyrir utan landssteinanna en tónlistartímaritið Noisey valdi plötu Misþyrmingar, Söngva elds og óreiðu, níundu bestu plötu ársins þegar það tók saman 50 bestu plötur ársins.

Kraumsverðlaunin fylgja engri ákveðinni tónlistarstefnu og ekki eru neinir undirflokkar í verðlaununum. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2008 og hafa 34 hljómsveitir og listamenn fengið verðlaunin. Þar á meðal má nefna Ásgeir, Mammút, Retro Stefsson, FM Belfast, Gríasalappalísu, Ísafold kammersveit og Samaris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.