Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 25-25 | Einar hetja Eyjamanna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 17. desember 2015 20:15 Einar Sverrisson skoraði jöfnunarmark ÍBV undir lokin. vísir/vilhelm Akureyri og ÍBV skildu jöfn, 25-25, í afar spennandi leik í KA heimilinu í kvöld. Akureyri hefði með sigri getað tekið 4.sætið af ÍBV en Eyjamenn voru ekki á því að leyfa því að gerast og jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Leikurinn var afar fjörlegur og einkenndist af miklum hraða og ákafa sem skilaði af sér einhverjum misheppnuðum sendingum, ruðningum og þess háttar en skemmtanagildi leiksins varð bara þeim mun meira. Jafnræði var með liðunum allan leikinn þó svo að heimamenn í Akueyri hafi alltaf verið skrefinu á undan en áræðnir Eyjamenn létu aldrei deigan síga og voru sífellt nartandi í hæla þeirra. Akureyri leiddi með tveimur mörkum þegar gengið var inn til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki frábrugðinn þeim fyrri og var hann líka spilaður af hraða og ákafa í jöfnum leik. Þegar líða fór á hálfleikinn fór að koma meiri hiti í mannskapinn og þurftu þeir Bjarki Bóasson og Svavar Pétursson, dómarar leiksins, á öllum sínum kröftum að halda til að það sauð ekki allt upp úr á köflum. Lokamínútur leiksins voru afar spennandi. ÍBV vann upp forskot Akureyrar og fengu tækifæri til að jafna þegar stutt var eftir en töpuðu boltanum. Þá fékk Akureyri tækifæri til að gulltryggja sigurinn þegar innan við hálf mínúta var eftir. Heimamenn reyndu að vinna brot til að láta tímann fjara út og gerðu það ágætlega. Allt sauð upp úr þegar fimmtán sekúndur voru eftir og fékk Elliði Snær Viðarsson, leikmaður ÍBV, að líta beint rautt spjald eftir brot á Bergvini Þór. Leikurinn hófst að nýju og Andri Snær, fyrirliði Akureyrar, fékk dæmdan á sig klaufalegan ruðning. ÍBV drifu sig í sókn og Grétar Þór vann aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir. Það var brotið aftur í aukakastinu og það því endurtekið með þrjár sekúndur á klukkunni. Það var Einar Sverrisson sem lyfti sér yfir varnarvegg Akureyrar og negldi boltanum í netið og jafnaði metin rétt áður en lokaflautið gall. Akureyri er sem stendur í 5.sæti og ÍBV enn í 4.sætinu áður en haldið er inn í nokkuð langt frí.Halldór Logi: Vorum óskynsamir í lokin „Við vorum yfir allan leikinn og mér fannst við vera með þá en þeir eru baráttuglaðir og fara aldrei. „Þeir voru allan tíman þarna og það skilaði sér hjá þeim eins og í Eyjum um daginn nema við vorum með meiri forystu þar. „Þetta er annar leikurinn sem við missum í jafntefli á móti þeim og hrós á þá því þeir eru mjög baráttuglaðir og við kannski óskynsamir í lokin,“ sagði Halldór Logi Árnason, leikmaður Akureyrar í kvöld sem var að vonum ekki of sáttur með tapað stig í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa en hafa heldur betur unnið sig upp töfluna og eru í ágætis málum fyrir pásuna. Halldór er sáttur með stígandan í liðinu. „Ég er mjög ánægður. Við vorum mjög óánægðir með byrjunina hjá okkur og við vissum að þetta væri þarna og það hefur komið, við höfum verið stígandi og vonandi getum við nýtt pásuna til að bæta okkur enn frekar og koma enn sterkari til baka,“ bætti hann við.Magnús: Hvert stig telur „Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Eins og deildin er að spilast þá er hvert stig mikilvægt og gæti komið til með að telja þegar uppi er staðið,“ sagði Magnús Stefánsson leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag. Eyjamenn voru nær allan leikinn að elta heimamenn en barátta þeirra varð til þess að þeir gengu út með stig, Magnús er að vonum afar sáttur með stigið og hrósaði karakter liðsins. „Það er karakter sem liðið er búið að tileinka sér, að gefast aldrei upp og vera alltaf á fullu sem hvað á dynur. Það er ekki hægt að taka neitt af Akureyringum því þeir eru með frábært lið og spiluðu langt undir getu fyrri hluta móts og eru að sýna hvað þeir geta núna.“ Magnús spilaði í yngri flokkum KA og með Akureyri um nokkurt skeið svo hann þekkir ágætlega til KA heimilisins. Hann lýsti yfir ánægju sinni við ákvörðun þeirra að færa heimavöllinn aftur þangað. „Það verður að koma fram að mér finnst það frábær ákvörðun hjá Akureyri að færa sig aftur í KA heimilið og það er frábært að koma hingað aftur í það sem ég fullyrði að er erfiðasti heimavöllur landsins. „Við erum ekki nógu sáttir.Við vitum það sjálfir að við eigum talsvert inni og við verðum að vinna í okkar málum í fríinu og koma sterkari til baka í seinni hlutann,“ bætti Magnús við þegar hann var spurður um hvernig hann meti frammistöðu Eyjamanna hingað til á mótinu. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Akureyri og ÍBV skildu jöfn, 25-25, í afar spennandi leik í KA heimilinu í kvöld. Akureyri hefði með sigri getað tekið 4.sætið af ÍBV en Eyjamenn voru ekki á því að leyfa því að gerast og jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Leikurinn var afar fjörlegur og einkenndist af miklum hraða og ákafa sem skilaði af sér einhverjum misheppnuðum sendingum, ruðningum og þess háttar en skemmtanagildi leiksins varð bara þeim mun meira. Jafnræði var með liðunum allan leikinn þó svo að heimamenn í Akueyri hafi alltaf verið skrefinu á undan en áræðnir Eyjamenn létu aldrei deigan síga og voru sífellt nartandi í hæla þeirra. Akureyri leiddi með tveimur mörkum þegar gengið var inn til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki frábrugðinn þeim fyrri og var hann líka spilaður af hraða og ákafa í jöfnum leik. Þegar líða fór á hálfleikinn fór að koma meiri hiti í mannskapinn og þurftu þeir Bjarki Bóasson og Svavar Pétursson, dómarar leiksins, á öllum sínum kröftum að halda til að það sauð ekki allt upp úr á köflum. Lokamínútur leiksins voru afar spennandi. ÍBV vann upp forskot Akureyrar og fengu tækifæri til að jafna þegar stutt var eftir en töpuðu boltanum. Þá fékk Akureyri tækifæri til að gulltryggja sigurinn þegar innan við hálf mínúta var eftir. Heimamenn reyndu að vinna brot til að láta tímann fjara út og gerðu það ágætlega. Allt sauð upp úr þegar fimmtán sekúndur voru eftir og fékk Elliði Snær Viðarsson, leikmaður ÍBV, að líta beint rautt spjald eftir brot á Bergvini Þór. Leikurinn hófst að nýju og Andri Snær, fyrirliði Akureyrar, fékk dæmdan á sig klaufalegan ruðning. ÍBV drifu sig í sókn og Grétar Þór vann aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir. Það var brotið aftur í aukakastinu og það því endurtekið með þrjár sekúndur á klukkunni. Það var Einar Sverrisson sem lyfti sér yfir varnarvegg Akureyrar og negldi boltanum í netið og jafnaði metin rétt áður en lokaflautið gall. Akureyri er sem stendur í 5.sæti og ÍBV enn í 4.sætinu áður en haldið er inn í nokkuð langt frí.Halldór Logi: Vorum óskynsamir í lokin „Við vorum yfir allan leikinn og mér fannst við vera með þá en þeir eru baráttuglaðir og fara aldrei. „Þeir voru allan tíman þarna og það skilaði sér hjá þeim eins og í Eyjum um daginn nema við vorum með meiri forystu þar. „Þetta er annar leikurinn sem við missum í jafntefli á móti þeim og hrós á þá því þeir eru mjög baráttuglaðir og við kannski óskynsamir í lokin,“ sagði Halldór Logi Árnason, leikmaður Akureyrar í kvöld sem var að vonum ekki of sáttur með tapað stig í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa en hafa heldur betur unnið sig upp töfluna og eru í ágætis málum fyrir pásuna. Halldór er sáttur með stígandan í liðinu. „Ég er mjög ánægður. Við vorum mjög óánægðir með byrjunina hjá okkur og við vissum að þetta væri þarna og það hefur komið, við höfum verið stígandi og vonandi getum við nýtt pásuna til að bæta okkur enn frekar og koma enn sterkari til baka,“ bætti hann við.Magnús: Hvert stig telur „Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Eins og deildin er að spilast þá er hvert stig mikilvægt og gæti komið til með að telja þegar uppi er staðið,“ sagði Magnús Stefánsson leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag. Eyjamenn voru nær allan leikinn að elta heimamenn en barátta þeirra varð til þess að þeir gengu út með stig, Magnús er að vonum afar sáttur með stigið og hrósaði karakter liðsins. „Það er karakter sem liðið er búið að tileinka sér, að gefast aldrei upp og vera alltaf á fullu sem hvað á dynur. Það er ekki hægt að taka neitt af Akureyringum því þeir eru með frábært lið og spiluðu langt undir getu fyrri hluta móts og eru að sýna hvað þeir geta núna.“ Magnús spilaði í yngri flokkum KA og með Akureyri um nokkurt skeið svo hann þekkir ágætlega til KA heimilisins. Hann lýsti yfir ánægju sinni við ákvörðun þeirra að færa heimavöllinn aftur þangað. „Það verður að koma fram að mér finnst það frábær ákvörðun hjá Akureyri að færa sig aftur í KA heimilið og það er frábært að koma hingað aftur í það sem ég fullyrði að er erfiðasti heimavöllur landsins. „Við erum ekki nógu sáttir.Við vitum það sjálfir að við eigum talsvert inni og við verðum að vinna í okkar málum í fríinu og koma sterkari til baka í seinni hlutann,“ bætti Magnús við þegar hann var spurður um hvernig hann meti frammistöðu Eyjamanna hingað til á mótinu.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira