Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 14:11 Frá framkvæmdum við Austurbakka. Vísir/GVA Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum. Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum.
Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30