Hin árlega atlaga Árni Heimir Ingólfsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun