Dætur Pílatusar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Svo ber til um þessar mundir á Íslandi að veikum börnum fátæks fólks er vísað úr landi. En þess ber að geta að börnin eru útlendingar. Útlendingastofnun hafnaði beiðni um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Í lögum um útlendinga segir í grein 12f að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess. Heilbrigðisástæður falla undir það skv. lagagreininni og sérstaklega ef börn eiga í hlut. Segir þá að hafa skuli það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Til viðbótar er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna orðinn að sérstökum lögum á Íslandi. Í 22. grein samningsins er mælt fyrir um að stjórnvöld tryggi barni sem leitað hefur eftir aðstoð sem flóttamaður viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð og í 24. grein viðurkenna stjórnvöld skyldu sína til þess að tryggja barni bestu aðstöðu til læknisþjónustu. Aðstæður þarf að meta og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gerði það og sagði svo nei, ég get ekki annað. Líklega ná þessi lög ekki til Albana. Undanfarin tvö ár hafa fjölmargir Albanar sótt um hæli en enginn fengið. Ráðherra Ólöf Nordal fer með yfirstjórn mála samkvæmt útlendingalögum. Hún getur sett nánari reglur um heimild útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér á landi, þar á meðal um frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi. Eftir þessum reglum vinnur kærunefnd úrskurðarmála. Þangað geta hælisleitendur skotið máli sínu ef Útlendingastofnun synjar erindi þeirra. Ráðherra ræður því hverjir sitja í úrskurðarnefndinni. Ráðherra ræður líka miklu um þær forsendur og reglur sem nefndin hefur í sínu starfi. Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sagði, með sting í hjarta, um mál albönsku barnanna og fjölskyldna þeirra: Ég hef ekkert vald í málinu. Pílatus þvoði hendur sínar líka. „Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Svo ber til um þessar mundir á Íslandi að veikum börnum fátæks fólks er vísað úr landi. En þess ber að geta að börnin eru útlendingar. Útlendingastofnun hafnaði beiðni um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Í lögum um útlendinga segir í grein 12f að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess. Heilbrigðisástæður falla undir það skv. lagagreininni og sérstaklega ef börn eiga í hlut. Segir þá að hafa skuli það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Til viðbótar er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna orðinn að sérstökum lögum á Íslandi. Í 22. grein samningsins er mælt fyrir um að stjórnvöld tryggi barni sem leitað hefur eftir aðstoð sem flóttamaður viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð og í 24. grein viðurkenna stjórnvöld skyldu sína til þess að tryggja barni bestu aðstöðu til læknisþjónustu. Aðstæður þarf að meta og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gerði það og sagði svo nei, ég get ekki annað. Líklega ná þessi lög ekki til Albana. Undanfarin tvö ár hafa fjölmargir Albanar sótt um hæli en enginn fengið. Ráðherra Ólöf Nordal fer með yfirstjórn mála samkvæmt útlendingalögum. Hún getur sett nánari reglur um heimild útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér á landi, þar á meðal um frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi. Eftir þessum reglum vinnur kærunefnd úrskurðarmála. Þangað geta hælisleitendur skotið máli sínu ef Útlendingastofnun synjar erindi þeirra. Ráðherra ræður því hverjir sitja í úrskurðarnefndinni. Ráðherra ræður líka miklu um þær forsendur og reglur sem nefndin hefur í sínu starfi. Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sagði, með sting í hjarta, um mál albönsku barnanna og fjölskyldna þeirra: Ég hef ekkert vald í málinu. Pílatus þvoði hendur sínar líka. „Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns!“
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar