Gjaldtaka fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar