Gjaldtaka fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar