ÍBV hefur boðað til blaðamannafundar í Vestmannaeyjum klukkan 16.30 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingu á þjálfaramálum ÍBV.
Ásmundur Arnarsson verður næsti þjálfari ÍBV samkvæmt heimildum Vísis. Hann tekur við starfinu af Jóhannesi Þór Harðarsyni sem hefur verið frá vegna veikinda í fjölskyldu hans og lætur nú af störfum.
Ingi Sigurðsson hefur stýrt þremur leikjum í fjarveru Jóhannesar og unnið þá alla - tvo í deildinni og einn í bikarnum. Markatalan í þeim leikjum er 10-0.
Ásmundur var þjálfari Fylkis en var sagt upp störfum eftir 4-0 tap gegn ÍBV í bikarkeppninni. Hermann Hreiðarsson var ráðinn í hans stað.
Ásmundur tekur við ÍBV
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn