Handbolti

Örn Ingi búinn að semja við Hammarby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Örn Ingi var markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar í vetur.
Örn Ingi var markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar í vetur. vísir/stefán
Handboltamaðurinn Örn Ingi Bjarkason er genginn til liðs við Hammarby í Svíþjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Örn Ingi, sem er 25 ára, kemur frá Aftureldingu sem endaði í 2. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og komst svo alla leið í úrslit Íslandsmótsins þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Haukum.

Örn Ingi skoraði 81 mark í 24 leikjum í Olís-deildinni og 51 mark í úrslitakeppninni en enginn leikmaður gerði fleiri mörk í úrslitakeppninni.

Örn Ingi hefur einnig leikið með FH hér á landi en hann varð Íslandsmeistari með Fimleikafélaginu 2011.

Hammarby endaði í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×