Hvað mun friðurinn kosta? Sema Erla Serdar skrifar 22. júlí 2015 07:00 Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun