Handbolti

Stórskyttan frá Selfossi áfram hjá ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar handsalar samninginn ásamt Karli Haraldssyni, formanni handknattleiksráðs ÍBV.
Einar handsalar samninginn ásamt Karli Haraldssyni, formanni handknattleiksráðs ÍBV. mynd/eyjafréttir
Einar Sverrisson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV.

Einar, sem er 23 ára, kom til ÍBV frá Selfossi í fyrrasumar og skoraði 109 mörk í 27 deildarleikjum í vetur.

Eyjamenn urðu bikarmeistarar eftir sigur á FH í úrslitaleik en féllu úr leik fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Eyjamenn eru stórhuga fyrir næsta tímabil en í dag samdi landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson við liðið.

Arnar Pétursson er tekinn aftur við þjálfun ÍBV og mun stýra liðinu á næsta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×