Tónlist

Síðustu tónleikar Hinemoa í bili

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Hionemoa kemur fram á síðustu tónleikum í bili ásamt Íkorna og Ragnheiði Gröndal.
Hljómsveitin Hionemoa kemur fram á síðustu tónleikum í bili ásamt Íkorna og Ragnheiði Gröndal. mynd/aðsend
Hljómsveitin Hinemoa kemur fram á sínum síðustu tónleikum í bili á Café Rosenberg í kvöld.  „Kristófer, trommarinn okkar, er að fara að ferðast í sumar og vinna úti á landi og þess vegna verðum við ekkert að spila. Við ætlum samt að koma fersk inn aftur í ágúst,“ segir Rakel Pálsdóttir, önnur söngkona og gítarleikari sveitarinnar.

Hinemoa, sem kom meðal annars fram í undankeppni Eurovision í ár, vinnur nú við að taka upp efni á sína fyrstu plötu. „Reynslan úr Eurovision-undankeppninni er mjög góð og hjálpaði okkur við að koma nafninu okkar á framfæri.“

Ásamt sveitinni koma Íkorni og Ragnheiður Gröndal fram á tónleikunum og hefjast þeir klukkan 20.00. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×