Lífið

„Býð 314.159 krónur í bílinn ef ég finn eigandann“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stærðfræðingar landsins munu sennilega slást um bílinn detti hann einhverntíman á sölu.
Stærðfræðingar landsins munu sennilega slást um bílinn detti hann einhverntíman á sölu. mynd/sveinn breki
„Ég á hann því miður ekki heldur rakst bara á hann á ferð um borgina,“ segir Sveinn Breki Hróbjartsson um bíl með bílnúmerið PI-314. Glöggir lesendur taka mögulega eftir því að hér er á ferðinni bílnúmer sem hefur skemmtilega tengingu við hlutfallið milli ummáls og þvermál hrings, Arkímedes og gríska stafrófið.

Bílinn sá Sveinn er hann var á göngu um Laugardalinn en tryllitækið er eldri týpan af Toyota Rav 4.. Aðspurður segir Sveinn að hann hafi reynt að fletta eigandanum upp til að gera tilboð í bílinn. „Ef ég finn út hver hann er hugsa ég að ég bjóði honum 314.159 krónur fyrir bílinn. Það verður allavega reynt,“ segir hann.

Sveinn sjálfur er mikill áhugamaður um pí og í grunnskóla lagði hann á sig að læra um tvöhundruð aukastafi hinnar óræðu tölu. Því til sönnunar þuldi hann stóran hluta þeirra fyrir blaðamann. Hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut Verzlunarskóla Íslands en innan skamms heldur hann til Maastricht í Hollandi en þar er hann á leið í nám sem kallast Liberal Art of Science.

„Ég fer út eftir níu daga. Það er aldrei að vita nema maður reyni að fá bílinn og taka hann með út,“ segir Sveinn kíminn að lokum.

Það eru litlu hlutirnir í lífinu..

Posted by Sveinn Breki Hróbjartßon on Thursday, 13 August 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×