Mikil eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:30 Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson. Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson.
Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45
Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25
Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00