Jáeindaskanni skipti sköpum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2015 19:53 Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“ Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Það skiptir sköpum fyrir marga krabbameinssjúklinga að fá jáeindaskanna til landsins. Þetta segir nærri áttræður karlmaður sem fór einn til Kaupmannahafnar í vetur til komast í slíkan skanna. Haukur Bergsteinsson er 79 ára og hefur síðustu mánuði gengist undir geisla- og lyfjameðferðir vegna lungnakrabba. Í mars á þessu ári þurfti hann að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. Á hverju ári fara um eitt hundrað sjúklingar til Danmerkur til að fara í slíka rannsókn samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og er Haukur einn þeirra. Hann segir það skipta miklu máli fyrir sjúklinga að geta komist í slíkan skanna hér á landi. „Það skiptir sköpum fyrir marga sem kannski treysta sér ekki í ferðalög. Að geta farið hérna heima.“Dýrt og mikil fyrirhöfn Haukur segir mikinn kostnað geta fylgt ferðunum. Eiginkona hans komst til að mynda ekki með honum út vegna þess hversu dýrt það var. Þá getur ferðin líka tekið á. „Þetta er heilmikil fyrirhöfn. Sjúkrahúsið er mjög langt frá flugvellinum.“ Haukur fagnar því að nú sé jáeindaskanni á leið til landsins en Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli að gefa íslensku þjóðinni rúmlega 700 milljónir króna til að kaupa slíkan skanna. Það gæti þó liðið að minnsta kosti eitt og hálft ár þar sem finna þarf húsnæði fyrir hann. Sérstakt húsnæði þarf fyrir skannann og þarf það að vera í kringum 250 fermetrar og uppfylla kröfur um geislavarnir þar sem um sérhæfð geislavirk efni er að ræða. Haukur vonar þó að fundin verði lausn á því sem fyrst svo krabbameinssjúklingar líkt og hann þurfi ekki að leita út fyrir landssteinana til að komast í jáeindaskanna. Hann segir rannsóknina sem gerð var á honum með skannanum hafa gert krabbameinsmeðferð sína árangursríkari. Skanninn veitir nákvæmari greiningar en aðrar rannsóknir. „Ég hrósa happi fyrir það og ég er búinn að fara í þessa meðferð núna. Í bæði geislameðferð og lyfjameðferð. Ég er nýbúinn að því og þeir segja að ég sé laus við þetta. Allavega í bili. Svo er bara að fylgjast vel með að þetta taki sig ekki upp aftur.“
Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira