Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11
Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12